Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 7
Formáli.
Árbókin kemur nú út í sjötta skipti og greinir að þessu sinni frá árunum 1947
til 1953.
Með almannatryggingalögunum, sem gengu í gildi í ársbyrjun 1947, voru gerðar
stórfelldar breytingar á alþýðutryggingalögunum frá 1936. Grundvelli ellitrygg-
inganna var gjörbreytt. Horfið var frá því að safna iðgjöldum hinna tryggðu í
sérstakan sjóð, er síðar, eftir 50 ár, skyldi standa straum af framfærslu gamal-
menna og öryrkja. í þess stað var ákveðið, að framlög og iðgjöld hvers árs skyldu
notuð til bótagreiðslna á því ári. Úthlutun og greiðsia ellilauna og örorkubóta var
flutt frá sveitarfélögunum og falin Tryggingastofnuninni. Lífeyrisupphæðir voru
ákveðnar í lögunum og hækkaðar og fastar reglur settar um skerðingu vegna tekna.
Svið trygginganna var víkkað, þær látnar taka til mæðra, barna og ekkna, auk
öryrkja, gamalmenna og slasaðra. Hversu stórfelldar þessar breytingar voru, sést
bezt á því, að heildarupphæð ellilauna og örorkubóta nam um 7,1 millj. króna
arið 1946, en lífeyrir og styrkur til gamalmenna og öryrkja um 26,2 millj. króna
árið 1947, fyrsta ár almannatrygginganna. Nýjar bótagreiðslur: barnalífeyrir, fjöl-
skyldubætur, fæðingarstyrkur, ekkjubætur og sjúkradagpeningar námu á þessu
fyrsta ári um 13 millj. kr. Lætur nærri, að bótagreiðslurnar hafi orðið ferfalt hærri
1947 en 1946, síðasta árið, sem alþýðutryggingalögin voru í gildi.
Árbókin er að þessu sinni allmjög frábrugðin fyrri árbókum, nema kaflinn um
slysatryggingar og sjúkratryggingar. Auk þess er hún mun umfangsmeiri, enda nær
hún yfir lengra tímabil en nokkur þeirra, og greinir frá starfsemi trygginganna og
vexti þeirra fyrstu sjö árin eftir að almannatryggingalögin gengu í gildi.
Ætlunin er, að næsta árbók komi út fyrir lok ársins 1957 og taki til áranna
1954 til 1956, þ. e. til þess tíma, er hin nýju almannatryggingalög, sem síðasta
Alþingi samþykkti, koma að fullu til framkvæmda. Yerður þá gerð grein fyrir
þessari lagasetningu og gefið heildaryfirlit yfir 20 ára starfsemi Tryggingastofn-
unar ríkisins, en hún var sett á fót árið 1936.
Úr því mun árbóltin koma út eigi sjaldnar en annað hvert ár. Verður þá meira
rúm fyrir athuganir á einstökum þáttum starfseminnar jafnframt því, að upp-
lýsingarnar verða nýrri og ættu því að koma að meiri notum.
Bókina tók saman Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, í samráði við forstjóra
og aðra starfsmenn Tryggingastofnunarinnar, sérstaklega Jón Ingimarsson, lögfræð-
mg, er tók saman mikinn hluta kaflans um sjúkratryggingar.
Reykjavík, í ágúst 1956.
Haraldur Guðmundsson.