Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 19
17
56. gr. — Ef slys veldur varanlegri örorku, skal greiða þeim, sem fyrir því
varð, örorkulífeyri til dauðadags eða örorkubætur í einu lagi, sbr. þó 54. gr.
Fullur örorkulífeyrir er kr. 1200.00 á ári, og greiðist hann, ef örorkan er 75%
eða meiri; ef hún er minni, greiðist sami hundraðshluti af fullum lífeyri og ör-
orkan er metin. Ef orkutapið er minna en 50%, er Tryggingastofnuninni heimilt
að greiða í einu lagi örorkubætur, sem jafngilda lífeyri lilutaðeiganda, samkvæmt
reglum, er ráðuneytið setur, að fengnum tillögum tryggingaráðs. — Sjá 1. 38/1953,
18. gr.
Nú er örorka metin 50% eða meiri, og skal þá greiða, auk lífeyris samkvæmt
1. mgr., bætur og lífeyri vegna þeirra, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slysið
bar að höndum, eftir sömu reglum og dánarbætur samkvæmt 57.gr. Ef örorka er
alger og ævilöng, skal greiða fullan lífeyri og bætur, en sé orkutapið minna, lækka
upphæðirnar um 2% fyrir hvert 1%, sem vantar á fulla örorku, og falla niður, ef
orkutapið nær ekki 50%. Örorkubætur greiðast ekki, ef orkutapið er metið minna
en 15%. — Sjá I. 38/1953, 20. gr.
Tryggingastofnunin getur hvenær sem er látið endurmeta orkutap bótaþega,
°g eru þá greiðslur til hans ákveðnar samkv. niðurstöðu matsins.
57. gr. — Ef slys veldur dauða innan eins árs frá því, er það bar að höndum,
skal greiða dánarbætur sem hér segir:
1. Ekkja eða ekkill hljóta kr. 3000.00. Ef ekkja eða ekkill eru 50 ára eða eldri
eða hafa tapað 50% eða meiru af starfsorku sinni, greiðist auk þess lífeyrir
til dauðadags, ltr. 1200.00 á ári, miðað við 100% örorku eða 67 ára aldur. Líf-
eyrir lækkar um 2% fyrir hvert 1%, sem vantar á fulla örorku, eða 6% fyrir
hvert ár eða brot úr ári, sem vantar á, að hlutaðeigandi sé 67 ára.
2. Barn yngra en 16 ára fær kr. 800.00 lífeyri á ári til fullnaðs 16 ára aldurs.
Ef barnið er munaðarlaust, er tryggingaráði heimilt að hækka bæturnar um
allt að 50%.
3. Barn eldra en 16 ára, sem var á framfæri hins látna vegna örorku, þegar slysið
bar að höndum, fær bætur, eigi minni en kr. 1000.00 og allt að kr. 3000.00,
eftir því að hve miklu leyti það naut stuðnings liins látna við fráfall hans.
Þó greiðast ekki bætur, ef örorkan er minni en 15%.
4. Foreldri hlýtur eigi minni bætur en kr. 1000.00 og allt að kr. 3000.00, eftir
því að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall lians.
5. Systkini hins látna, sem voru á framfæri hans, þegar slysið bar að höndum,
liljóta dánarbætur á sama hátt sem börn, sbr. 3. tölulið hér á undan. —
Sjá 1. 38/1953, 18. gr.
58. gr. — Ekkja eða ekkill, sem ekki var samvistum við hið látna og ekki á
framfæri þess, hlýtur engar dánarbætur.
Kona, sem býr samvistum með manni án þess að vera gift honum, hefur sama
rett til dánarbóta og eiginkona, ef hún hefur fætt honum barn, er þunguð af hans
völdum eða þau hafa verið samvistum samfleytt í 18 mánuði. Sama gildir um karl-
®ann, sem býr samvistum við konu án þess að vera kvæntur henni. Réttur þessara
aðila til dánarbóta víkur þó fyrir rétti eiginkonu og eiginmanns, sem aðili kann
að hafa á framfæri sínu.
Um fósturbörn og fósturforeldra gildir sama og um börn og foreldra, sbr. 57.
gr., ef sömu skilyrðum er fullnægt. Fósturbörn teljast hér aðeins þau börn, sem
hafa verið talin á framfæri fósturforeldris samkv. skattaframtali undanfarin 3 ár,
enda hafi þau ekki jafnframt verið talin á framfæri annars. Barn telst hafa verið
a framfæri föðurins, þótt það fæðist að honum látnum.
3