Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 116
114
Þess ber að gæta, að við þetta uppgjör á tryggingartíma eru fjölmargir eig-
endur einkabifreiða tvítaldir, þar eð jafnframt því, sem stjórnandi bifreiðar er
tryggður, er hann tryggður sem launþegi, ef hann vinnur í þjónustu annarra. Skipt-
ingin í atvinnu- og einkabifreiðar 1953 fer eftir því, bvort atvinnurekendaiðgjald
samkvæmt 112. gr. almannatryggingalaganna er álagt eða ekki. Árið 1946 eru þessar
tölur hins vegar áætlaðar.
Flokkun skipa í sjómannatryggingunni er þannig, að til sjóflutninga eru ekki
talin önnur skip en farþega- og flutningaskip yfir 100 lestir. Öll önnur skip eru
talin fiskiskip.
í töflu 51 er samandregið yfirlit um skiptingu tryggingartímans 1947—1953,
gert á sama hátt og fyrir árið 1953 í töflu 50. Það, sem hér hefur verið sagt um þá
töflu, á því einnig við um töflu 51. í bifreiðatryggingunni hefur þó gjaldárið breytzt
á þessu tímabili. Fram til ársins 1949 var það 1. apríl—31. marz. Árið 1949 er
aðeins um 9 mánuði að ræða, en síðan er miðað við almanaksárið. Frá 1. apríl
1946 til ársloka 1949 hefur fjöldi vinnuvikna í bifreiðatryggingunni verið sem
hér segir:
1. apríl 1946—31. marz 1947 ............... 328 241
1. „ 1947—31. „ 1948 493 826
1. „ 1948—31. „ 1949 540 600
1. „ 1949—31. des. 1949 .................. 358 483
í töflu 51 hefur fjöldi vinnuvikna verið umreiknaður þannig, að jafnan er átt
við starfsárið. Ber að hafa þetta í huga við samanburð við árbók 1943—1946. Þar
eru taldar til ársins 1946 vinnuvikur frá 1. apríl 1945 til 31. marz 1946. Fækkun
vinnuvikna 1949 og 1950 mun eiga rót sína að rekja til þess, að herbifreiðar, sem
um skeið voru skrásettar á sama hátt og íslenzkar bifreiðar, voru síðar merktar
varnarliðinu og tryggingagjald ekki greitt af þeim.
2. Sjúkrabætur.
Sjúkrabætur (dagpeningar) eru greiddar konum og körlum, sem verða fyrir
tekjumissi vegna veikinda, ef vinnugeta þeirra er svo skert, að hlutaðeigandi geti
eigi unnið sér inn sem svarar a. m. k. x/4 meira en bótauppliæðum laganna nemur
við þau störf, er hann er vanur að stunda, eða við aðra vinnu, er honum kann að
vera vísað á og telja verður við hans hæfi. Samkvæmt lögunum frá 1946 var það
enn fremur skilyrði, að viðkomandi væri á aldrinum 16—67 ára og stundaði vinnu
í annarra þjónustu eða stundaði eða ræki sjálfstæða atvinnu. Með lögum nr. 92/1948
var veitt heimild til að greiða giftum konum, þótt þær ynnu ekki utan heimilis,
sjúkrabætur, jafnháar örorkulífeyri, vegna aðstoðar eða hjúkrunar í veikindum
þeirra. Með lögum nr. 122/1950 var svo heimilað að greiða sjúkrabætur til manna,
sem náð hafa 67 ára aldri, ef þeir njóta ekki lífeyris eða annarra bóta frá Trygginga-
stofnuninni.
Það er jafnan skilyrði fyrir greiðslu sjúkrabóta til giftra kvenna, að þær færi
sönnur á, að maður þeirra geti ekki séð þeim farborða.
Sjúkrabætur eru ekki greiddar, nema hlutaðeigandi hafi verið óvinnufær lengur
en 14 daga, en eru þá greiddar frá og með 11. veikindadegi og í allt að 26 vikum
samtals á einu ári. Um atvinnurekendur, sem liafa að jafnaði meira en einn laun-
þega í þjónustu sinni, gilda þó aðrar reglur.
Heildarfjárhæð sjúkrabóta hefur verið sem hér segir árin 1947—1953: