Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 9
Löggjöf um almannatryggingar
og skyld málefni.
A. Lög um almannatryggingar.
Með lögum nr. 50 7. maí 1946 um almannatryggingar, sem öðluðust gildi 1.
janúar 1947, voru numin úr gildi lög nr. 74 31. des. 1937 ásamt viðaukum og breyt-
ingum og lög nr. 104 30. des. 1943. Þó hefur III. kafli hinna síðast nefndu laga
haldið gildi sínu, þar eð III. kafli laganna frá 1946 um heilsugæzlu hefur ekki komið
til framkvæmda.
Nú var horfið frá þeirri stefnu, sem tekin hafði verið með stofnun Lífeyrissjóðs
íslands, að hver maður skyldi tryggja sér ellilífeyri með iðgjaldagreiðslu til sjóðs-
ins, er skyldi síðan ávaxtaður og látinn standa undir ellilífeyrisgreiðslum. í stað
þess var gert ráð fyrir, að iðgjöld yrðu miðuð við væntanlegar bótagreiðslur hvers
árs. Undantekning frá þessari reglu eru þó slysatryggingar, en þar er aukning
höfuðstólsandvirðis lífeyris önnur en vextir svo og aukning vegna ógreiddra bóta
talin til bóta ársins og iðgjöld miðuð við það.
Auk þessarar brey tingar á fj árhagsgrundvelli ellitrygginga voru í lögunum ákvæði
um nýja bótaflokka, aukningu annarra bóta og skiptingu framlaga til almannatrygg-
inga. Verður nánar vikið að þessum atriðum síðar.
Breytingar hafa verið tíðar á lögunum. Á bls. 40 er skrá um lagabreytingar
þær, sem áttu sér stað á árunum 1947—1953. Þar eð breytingar þessar hafa ekki
verið gerðar á þann liátt, að orðalagi einstakra lagagreina væri breytt, hafa þær
aldrei verið felldar inn í aðallögin. Af þessum sökum eru tekin hér upp lögin frá
1946 og síðan lög nr. 38/1953, en í þeim lögum eru viðaukar þeir og breytingar,
sem í gildi voru í árslok 1953.
1. Lög nr. 50 7. maí 1946, um almannatryggingar.
I. KAFLI
Um svið trygginganna, stjórn og skipulag.
1. gr. — Allir íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast hér á landi, skulu tryggðir
samkvæmt lögum þessum og njóta réttinda þeirra, er greinir í II. og III. kafla
laganna, eftir því sem við á um hvern og einn, og bera skyldur samkvæmt IV. og
V. kafla.
Um íslenzka ríkisborgara, sem dveljast erlendis, fer eftir ákvæðum 106. gr.
laganna.
2. gr. — Stofnun sú, sem annast almannatryggingarnar, nefnist Trygginga-
stofnun ríkisins (hér eftir nefnd Tryggingastofnunin), og á liún heimili og varnar-
þing í Reykjavík.
Skal skipta henni í deildir eftir því, sem hagkvæmt þykir, en deildirnar hafa
þó allar sameiginlegan fjárhag.