Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 26
24
IV. KAFLI
Fjárhagsákvæðl.
1. Tryggingasjððurinn.
98. gr. — Öll útgjöld almannatrygginganna samkvæmt lögum þessum skal
greiða úr einum allsherjar tryggingasjóði, sem Tryggingastofnunin stjórnar.
99. gr. — í vörzlu Tryggingastofnunarinnar eru eftirtaldir sjóðir:
1. Lífeyrissjóður íslands, sbr. 46. gr. laga nr. 74 31. des. 1937, um alþýðutrygg-
ingar. Ríkissjóður endurgreiðir tryggingasjóðnum á 10 árum upphæðir þær,
sem Lífeyrissjóður íslands hefur lagt út til ellilauna og örorkubóta samkvæmt
78. gr. 1. nr. 74 31. des. 1937, sbr. einnig 79. gr. sömu laga.
2. Sjóður slysatryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, sbr. I. og II. kafla
laga nr. 104 30. des. 1943, um breyting á I.—III. kafla laga um alþýðutryggingar.
3. Ellistyrktarsjóðir þeir, sem um getur í 76. gr. laga nr. 74 31. des. 1937.
4. Sjóðir sjúkrasamlaga þeirra, sem stofnuð hafa verið samkvæmt lögum um
alþýðutryggingar.
5. Verðlækkunarskattsliluti samkvæmt lögum nr. 42 14. apríl 1943.
100. gr. — Um ráðstöfun á sjóðum þeim, sem taldir eru í 1. og 2. tölulið 99. gr.,
gilda eftirfarandi reglur:
Lífeyrissjóður íslands og sjóður slysatryggingadeildar skulu sameiginlega vera
varasjóðir Tryggingastofnunarinnar, og skulu vextirnir leggjast við hann ár hvert.
TJr varasjóði má til bráðabirgða greiða balla, sem verða kann á tryggingasjóðn-
um.
Verðlækkunarskattskluti samkvæmt 5. tölul. sömu greinar skal vera áfram í
vörzlu Tryggingastofnunarinnar, þar til Alþingi setur lög um atvinnuleysistrygg-
ingar.
101. gr. — Um ráðstafanir á sjóðum þeim, sem taldir eru í 3. og 4. tölul. 99. gr.,
fer sem hér segir:
Ellistyrktarsjóðunum skal varið til að koma upp elliheimilum og stofnunum
fyrir öryrkja, sbr. 17. gr.
Tryggingastofnunin skal gera heildartillögur um, hvar elliheimilum og stofn-
unum fyrir öryrkja skuli komið upp, og sé stefnt að því, að tryggingaumdæmi,
eitt eða fleiri, geti verið saman um stofnun þeirra og rekstur. Tillögur þessar skulu
lagðar fyrir félagsmálaráðherra til staðfestingar og síðan tilkynntar hlutaðeigandi
sveitarfélögum. Að fenginni staðfestingu félagsmálaráðherra skal fara fram atkvæða-
greiðsla um, hvort koma skuli upp slíkum stofnunum, ef Tryggingastofnunin eða
sveitarstjórnir eins eða fleiri sveitarfélaga óska þess. Atkvæðagreiðslan fer fram á
sameiginlegum fundi sveitarstjórna í því umdæmi, er hlut á að máli. Ef meiri hluti
er því fylgjandi, að komið verði upp slíkum stofnunum, getur ráðherra ákveðið,
að samþykktin sé bindandi fyrir öll sveitarfélög innan umdæmisins eða umdæm-
anna, ef fleiri eru, og að þau sameiginlega skuli koma á fót slíkri stofnun innan
þess tíma, er ráðherra ákveður. Jafnframt er þá Tryggingastofnuninni skylt að
greiða upphæðir þær, sem standa í ellistyrktarsjóðum hlutaðeigandi sveitarfélaga,
upp í stofnkostnaðinn.
Heilsugæzlunefndir eða trygginganefndir, þar sem heilsugæzlunefndir eru ekki,
skulu annast um rekstur stofnana þessara á ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Sjóðum sjúkrasamlaga skal varið til þess að tryggja sem fullkomnasta heilsu-
gæzlustarfsemi í umdæmum samlaganna, og skal afhenda þá hlutaðeigandi heilsu-
gæzlunefndum, þegar upp hefur verið komið og ákveðið að reka heilsuverndar- og
lækningastöðvar, sbr. 76. gr. Skulu sjóðirnir vera varasjóðir stofnananna, og er