Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 11
9
9. gr. — Vinnuveitendafélag íslands og Alþýðusamband íslands skipa hvort
um sig einn mann, sem hefur rétt til að taka þátt í umræðum tryggingaráðs
og gera tillögur, þegar skipt er í áhættuflokka og ákveðin iðgjöld atvinnu-
rekenda til slysatrygginga skv. 113. gr. Skal Tryggingastofnuninni skylt að
láta þeim í té allar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna þessa starfs. — Sjá
1. 38/1953, 3. gr.
10. gr. — Ráðherra setur nánari reglur um störf og skyldur tryggingaráðs og
serfræðinganefndar og ákveður þóknun ráðsmanna og nefndarmanna svo og sér-
staka aukaþóknun til formanns tryggingaráðs.
11. gr. — Skipta skal landinu í tryggingaumdæmi, eftir því sem hagkvæmt
þykir, og skal við ákvörðun umdæma höfð liliðsjón af skipun læknishéraða og lög-
sagnarumdæma.
Tryggingastofnunin hefur skrifstofur eða umboðsmenn á þeim stöðum, sem
bezt henta og þörf krefur eftir ákvörðun tryggingaráðs. — Sjá 1. 38/1953, 35. gr.
1 hverju tryggingaumdæmi skal starfa fimm manna trygginganefnd, kosin
hlutfallskosningu af sveitarstjórnum umdæmisins á sameiginlegum fundi, er halda
skal eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Nefndin kýs sér sjálf formann. Kjósa
skal á sama hátt og til sama tíma jafnmarga varamenn.
Kjörtímabil trygginganefnda er hið sama og sveitarstjórna. Ef sveitarfélagi
er skipt milli tveggja eða fleiri tryggingaumdæma, tekur sveitarstjórn þess þátt í
kosningu trygginganefndar í því umdæmi, þar sem flestir af íbúum sveitarfélags-
ins eiga heima. — Sjá 1. 38/1953, 4. gr.
Hlutverk trygginganefnda er að fylgjast með rekstri trygginganna í umdæm-
mu, gera tillögur um framkvæmd þeirra, gæta hagsmuna hinna tryggðu og benda
a atriði, er mættu verða til sparnaðar í rekstri trygginganna.
Á fundi sveitarstjórna, sem haldinn er skv. 3. mgr., skal ákveða þóknun hinna
kjörnu nefndarmanna, og greiðist hún ásamt kostnaði við störf þeirra af hlutað-
eigandi sveitarfélögum eftir reglum, er fundurinn setur. — Sjá 1. 38/1953, 4. gr.
Ráðherra setur nefndum þessum nánari starfsreglur.
12. gr. — Reikningar Tryggingastofnunarinnar skulu endurskoðaðir á sama
hátt og reikningar annarra ríkisstofnana.
Tryggingastofnunin skal gefa út árbók með sem gleggstum upplýsingum um
alla starfsemi stofnunarinnar. Skal leggja sérstaka áherzlu á að safna tölulegum
upplýsingum og vinna úr þeim um allt það, sem sérstaklega getur haft áhrif á
hag trygginganna í framtíðinni, og láta gera tryggingafræðilegar áætlanir nokkur
ár fram í tímann.
II. KAFLI
Bætur greiddar í peningum.
1. Elli- og örorkulífeyrir.
13. gr. — Rétt til ellilífeyris eiga allir íslenzkir ríkisborgarar, búsettir hér á
landi, sem orðnir eru fullra 67 ára 1. jan. 1947, svo og allir þeir, er síðar ná þeim
aldri, og öðlast þeir þá réttinn frá næstu mánaðamótum eftir að aldrinum er náð,
enda sé að öðru leyti fullnægt skilyrðum laganna.
Þeir, sem við gildistöku laga þessara njóta lífeyris eða eftirlauna af opinberu
fé eða úr opinberum sjóðum, er sé að minnsta kosti jafnmikill og lífeyrir samkv.
15. gr., eiga ekki rétt á ellilífeyri. Ef ellilífeyrir eða eftirlaun ná eigi þeirri fjár-
hæð, á hlutaðeigandi rétt á því, að Tryggingastofnunin greiði það, sem á vantar,
enda hafi hann náð tilskildum aldri.
2