Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 108
106
Tafla 49. Iðgjöld slysatrygginga 1947—1953.
Aurar á vinnuviku
Áhættuflokkur Frá 1/1 1947 Frá 1/1 1949 Frá 1/1 1950 Frá 1/1 1952 Frá 1/1 1953
1. áhættuflokkur 150 110 100 120 140
2. „ 200 150 150 180 210
3. „ 300 220 200 240 280
4 400 300 300 360 420
5. „ 500 500 500 600 600
6. „ 600 600 600 700 750
7. „ 800 800 800 800 1 000
8. „ 900 900 900 900 1 100
9. „ 1 200 1 000 9001) 1 200 1 400
10 1 500 1 500 1 500 1 500 1 600
verða að styðjast við ágizkanir um meðalstarfstíma á ári, þar eð vitneskja er ein-
göngu fyrir hendi um fjölda vinnuvikna.
Yfirlit um fjölda tilkynntra slysa 1947—1953 er í töflu 45. Dagpeningar eru
ekki greiddir, nema hinn slasaði sé óvinnufær lengur en 10 daga.
í júnílok 1953 nutu 28 öryrkjar, 13 ekkjur og 228 börn lífeyris slysatrygg-
inga.
í töflu 3 var greint frá iðgjöldum atvinnurekenda til almannatrygginga 1947—
1953. Þess er áður getið, að iðgjöld þessi skiptast í tvennt. Rennur annar lilutinn
til slysatrygginga samkvæmt 113. gr. laga um almannatryggingar, en hinn til
annarra greina almannatrygginga samkvæmt 112. gr. laganna. í töflu 46 eru sýnd
iðgjöld samkv. 113. gr. og bætur slysatrygginga 1947—1953 og til samanburðar
iðgjöld og bætur 1946. Hér er um reikningsfærðar bætur að ræða, og telst því til
bóta aukning böfuðstólsandvirðis lífeyris önnur en vextir svo og aukning ógreiddra
bóta. Þannig er ætlunin, að iðgjöld hvers árs nægi fyrir tjónum, sem verða á árinu.
En hækkun vísitölu eða grunnlífeyris getur raskað þessum grundvelli svo, að iðgjöld,
sem virðast rífleg, þegar böfuðstólsandvirði er upphaflega reiknað, nægja ekki fyrir
síðari lífeyrisgreiðslum.
Sundurliðun bóta er sýnd í töflum 47 og 48. Einnig er sýnt, hvað lagt hefur
verið til hliðar fyrir ógreiddum bótum og greitt vegna fyrri ára. TJr áætluðum
ógreiddum bótum er auk þess flutt fé til höfuðstólsandvirðis árin 1947—1950 og
enn fremur til varasjóðs almannatrygginga. Til höfuðstólsandvirðis hafa verið
fluttar kr. 644 906,95, þ. e.:
1947 ......... kr. 53 491,51 1949 ......... kr. 197 191,40
1948 ............... 153 718,00 1950 ......... „ 240 506,04
Til varasjóðs almannatrygginga liafa verið fluttar kr. 908 988,97, sem lagðar
höfðu verið til hliðar árið 1946 eða fyrr, en komu ekki til greiðslu og áttu því lögum
samkvæmt að renna í varasjóð. í árslok 1953 voru í sjóði fyrir ógreiddum bótum
kr. 3 835 482,36. Er hér um að ræða áætlunarfjárhæð vegna tjóna, sem hvorki
hafa verið greidd né flutt til höfuðstólsandvirðis lífeyris.
Þegar lífeyrir hefur verið úrskurðaður vegna slyss, er lögð til hliðar fjárhæð
(höfuðstólsandvirði), sem ásamt vöxtum á að nægja til greiðslu lífeyris í framtíðinni.
1) Iðgjald sjómanna í 9. flokki var hækkað í 1000 aura frá 1. jan. 1951.