Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 40
38
lög, sem starfa í sama tryggingaumdæmi, skuli sameinuð, enda séu stjórnir a. m.
k. 2/3 hluta sjúkrasamlaganna því samþykkar. Nú sameinast öll samlög innan
sama umdæmis, og skal þá sýslunefnd kjósa fjóra menn í stjórn samlagsins.
3. Ríkisstjórnin getur, ef tryggingaráð gerir tillögur þar um, ákveðið, að greiðslur
sjúkrasamlaga fyrir lyf, önnur en þau, sem lífsnauðsynleg teljast til notkunar
að staðaldri, og umbúðir utan sjúkrahúsa, samkv. 2. tölul. 33. gr. 1. 104/1943,
skuli takmarkaðar frekar en þar er gert.
4. Þegar maður, 67 ára eða eldri, þarfnast sjúkrahúss- eða hælisvistar umfram
þær 5 vikur, er sjúkrasamlagi hans ber að greiða samkv. síðari málslið fyrstu
málsgr. 38. gr. laga nr. 104 frá 1943, vegna ellikramar eða annarra slíkra sjúk-
dóma, skal Tryggingastofnun ríkisins þann tíma, er hann þarfnast hjálpar-
innar, greiða ríkisframfærslunni ellilífeyri þann, er lilutaðeigandi á rétt til, ásamt
álagi, sem úrskurðað kann að vera samkv. 17. gr., ef ákvæði ríkisframfærslu-
laga nr. 78/1936 verða látin taka til langvarandi ellisjúkdóma á sama hátt og
þau taka nú til annarra langvarandi sjúkdóma.
5. Hámark framlags ríkissjóðs og sveitarsjóðs samkv. 47. gr. laga nr. 104/1943
skal vera 72 krónur á ári að viðbættri verðlagsuppbót samkv. vísitölu þeirri,
sem uppbætur á laun, er ekki fara fram úr kr. 1830.00 á mánuði, miðast við.
6. Tryggingastofnun ríkisins skal greiða sjúkrasamlagsiðgjöld þeirra elli- og ör-
orkulífeyrisþega, sem þess óska og eigi hafa hærri tekjur en svo, að þær ásamt
lífeyri frá Tryggingastofnuninni eða eftirlaunum úr opinberum sjóði nemi þre-
faldri lífeyrisupphæð samkvæmt 15. gr. laganna.
24. gr. — Til ársloka 1954 skal Tryggingastofnun ríkisins vera heimilt að greiða
styrki til læknisvitjanasjóða, er starfa samkv. lögum nr. 59/1942, og til sjúkrasam-
laga, sem verða fyrir óvenjulegum útgjöldum vegna sjúkraflutninga og læknisvitjana
og starfa í héruðum, þar sem ekki eru læknisvitjanasjóðir. Styrkir þessir mega samtals
nema allt að 300 þús. kr. á ári, og skal útklutunin til læknisvitjanasjóða gerð að
fengnum tillögum landlæknis, en úthlutun til sjúkrasamlaga samkvæmt ákvörðun
tryggingaráðs.
25. gr. — Tryggingastofnun ríkisins skal fyrir lok ársins 1951 láta fram fara
athugun á vinnugetu öryrkja, sem ætla má, að geti unnið fyrir sér að nokkru eða
öllu leyti, ef þeim er veittur kostur á atvinnu við þeirra hæfi. Jafnframt skal Trygg-
ingastofnunin gera tillögur um ráðstafanir til þess, að starfskraftar slíkra öryrkja
geti komið þeim sjálfum og þjóðfélaginu að sem mestum notum, og hafa samráð
og samvinnu við trygginganefndir og héraðsstjórnir um þær tillögur.
IV. KAFLI
26. gr. — Grunnupphæðir iðgjalda og framlaga til tryggingasjóðs samkvæmt
IV. kafla laganna, 2—5, skulu vera sem hér segir árin 1953 og 1954:
1. Árleg iðgjöld hinna tryggðu samkv. 107. gr. laganna:
a. Kvæntir karlar:
Á 1. verðlagssvæði ......................................... kr. 455.00
Á 2. — — 365.00
b. Ókvæntir karlar:
Á 1. verðlagssvæði.......................................... — 410.00
Á 2. — — 330.00
c. Ógiftar konur:
Á 1. verðlagssvæði .......................................... — 305.00
Á 2. — — 245.00