Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 41
39
2. Iðgjöld atvinnurekenda samkv. 112. gr. laganna:
Á 1. verðlagssvæði...................................... kr. 5.45 á viku.
Á 2. — ..........................'......... — 4.10 - —
3. Heildarupphæð framlags sveitarfélaga samkv. 114. gr. laganna:
12.6 millj. kr.
4. Fast framlag ríkissjóðs samkv. 116. gr. Iaganna:
20.4 millj. kr.
27. gr. - í stað ákvæða um verðlagsuppbætur og vísitöluálag í 2. tölul. bráða-
birgðaákvæða laganna skulu eftirfarandi ákvæði gilda:
Grunnupphæðir bóta samkv. lögum þessum skulu hækka til samræmis við vísi-
tölu eftir sömu reglum og laun.
Iðgjöld samkvæmt 107. og 112. gr. og frainlög samkvæmt 114. og 116. gr. lag-
anna, sbr. 26. gr. þessara laga, skulu innheimt með álagi samkvæmt vísitölu þeirri,
sem uppbætur á laun, er ekki fara fram úr kr. 1830.00 á mánuði, miðast við í marz-
mánuði það ár, sem gjöldin eru á lögð. Iðgjöld vegna lögskráðra sjómanna sainkv.
112. gr. laganna skulu innheimt með álagi samkv. vísitölu janúarmánaðar, þar til
vísitöluálag ársins hefur verið ákveðið.
28. gr. — í stað ákvæða síðasta málsl. fyrstu málsgr. 109. gr. laganna skulu
eftirfarandi ákvæði gilda:
Nú greiðir sveitarsjóður iðgjald iðgjaldsgreiðanda samkv. 1. málsgr. 109. gr.
laganna, og tekur þá sveitarstjórn ákvörðun um, livort og á hvern hátt liún krefur
hann um endurgreiðslu.
29. gr. — Störf ógifts fólks yíir 20 ára aldur, er dvelst og starfar á heimilum
foreldra sinna, skulu metin til vinnuvikna samkv. 112. gr. laganna á sama liátt og
störf unglinga á aldrinum 16—20 ára, sbr. reglugerð 21. des. 1946, um áhættu-
iðgjöld o. fl.
30. gr. — Tryggingastofnun ríkisins skal vera heimilt, til ársloka 1954, að fella
niður af iðgjöldum þeirra atvinnurekenda, sem hætta atvinnurekstri á því tímabili,
allt að beirri upphæð, sem hlutaðeieandi ereiddi í slysatryeeineariðsiöld fyrir árið
1946 samkv. II. kafla laga nr. 104/1943.
31. gr. — Um innheimtu framlags sveitarsjóða gilda ákvæði 117. gr. laganna,
auk ákvæða 115. gr., þó þannig, að Tryggingastofnunin getur innlieimt þau án milli-
göngu innheimtumanna ríkisins, að svo miklu leyti sem hún kýs það heldur.
Hafi sveitarsjóður eigi tekjur sem tryggingargjaldi svarar af þeim fasteignum,
sem gjald sveitarfélags til tryggingasjóðs miðast við þegar framlagi er skipt milli
sveitarfélaga innan tryggingaumdæmis samkv. 2. tölul. 3. málsgr. 114. gr. laganna,
er sveitarstjórn heimilt að leggja á og innheimta hjá eigendum fasteignanna upp-
hæð, sem svarar því gjaldi, sem sveitarsjóður greiðir þannig vegna þeirra.
32. gr. — Tekjuafgangi Tryggingastofnunarinnar, eins og liann nú er orðinn
og síðar kann að verða, skal varið til þess að mæta ófyrirsjáanlegum halla, er verða
kann á rekstri trygginganna einstök ár, og skal ekki tekið til ábyrgðar ríkissjóðs
umfram hið fasta framlag hans, sbr. 24. gr. þessara laga, meðan nokkur tekju-
afgangur er fyrir hendi í tryggingasjóði.
33. gr. — Skrár þær, er sveitarstjórnum ber að semja samkvæmt 118. gr.
laganna, skal gera í þremur eintökum, og skulu þær gerðar mánuði fyrr en
greinin ákveður. Skal sveitarstjórn senda eitt eintakið hlutaðeigandi innheimtu-
manni þá þegar, en hin tvö til skattanefndar (skattstjóra), eins og greinin mælir
fyrir um.
Ákvæði 3. og 4. mgr. 118. gr. skulu einnig gilda um framlagningu skrár um
iðgjöld samkv. 112. og 113. gr., svo og um kærur út af þeim gjöldum.