Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 22
20
III. KAFLI
Heilsugæzla.* 1)2)
74. gr. — Tryggingastofnunin skal vinna að því í samráði og samvinnu við
heilbrigðisstjórnina, að látin verði í té skipuleg heilsugæzla, er nái sem bezt til allra
landsmanna.
Heilsugæzla merkir í lögum þessum bæði heilsuvernd og sjúkrahjálp.
75. gr. — Heilsugæzlu á vegum trygginganna annast heilsuverndarstöðvar,
sjúkrahús og lækningastöðvar, sem til þess cru viðurkennd af heilbrigðisstjórn-
inni.
Þar, sem ekki eru heilsuverndar- eða lækningastöðvar, annast héraðslæknar
störf þeirra, hver í sínu umdæmi, með aðstoð annarra opinberra heilbrigðisstarfs-
manna.
76. gr. — Heilsuverndar- og lækningastöðvar samkvæmt 75. gr. skulu vera
í öllum kaupstöðum og annars staðar þar, sem heilbrigðisstjórnin ákveður með
ráði Tryggingastofnunarinnar. Skulu þær settar á stofn og reknar af hlutaðeigandi
sveitarfélagi eða sveitarfélögum, ef fleiri en eitt sveitarfélag eru um stöð.
Tryggingastofnuninni er heimilt að setja á stofn og reka stofnanir, sem annast
sérstaka þætti heilsugæzlu fyrir allt landið, svo sem vinnulækningar, enda fallist
heilbrigðisstjórnin á tilhögun þessarar starfsemi.
77. gr. — Um framlög ríkisins til að koma upp heilsuverndar- og lækninga-
stöðvum samkv. lögum þessum gilda sömu reglur og um framlög þess til að reisa
sjúkrahús.
78. gr. — í hverju sveitarfélagi, þar sem reknar eru stofnanir þær ,sem um
getur í 76. gr., skal starfa heilsugæzlunefnd, sem annast stjórn og rekstur þeirra
svo og rekstur sjúkrahúsa, sem sveitarfélögin eiga.
Heilsugæzlunefnd skal skipuð 3 eða 5 mönnum, eftir því sem sveitarstjórn
ákveður, og kosin lilutfallskosningu af sveitarstjórn eftir hverjar sveitarstjórnar-
kosningar. Nefndin kýs sér sjálf formann. Kjósa skal jafnmarga varamenn á sama
hátt og til sama tíma.
Nú standa fleiri sveitarfélög en eitt að stofnunum þeim, er að framan greinir,
og getur þá tryggingaráð ákveðið, að hlutaðeigandi sveitarfélög kjósi sameiginlega
stjórnir þeirra.
Ef saman falla tryggingaumdæmi, sbr. 11. gr., og svæði þau, er umræddar
stofnanir ná yfir, má tryggingaráð ákveða, að heilsugæzlunefnd skuli fara með störf
trygginganefndar, sbr. 3. mgr. 11. gr.
79. gr. — Hlutverlc sjúkrahúsa er að veita sjúklingum, er þarfnast sjúkra-
húsvistar, nauðsynlega umönnun, hjúkrun og læknishjálp.
Hlutverk heilsuverndarstöðva er að rækja hvers konar heilsuverndarstarfsemi,
og telst þar til mæðravernd, barna- og unglingavernd, þar með talið skólaeftirlit
og eftirlit með íþróttaiðkunum, berklavarnir, lioldsveiki- og sullaveikivarnir, varnir
gegn kynsjúkdómum, almennar farsóttavarnir og andleg heilsuvernd. Enn fremur
heilbrigðiseftirlit með vinnustöðvum, aðstoð við almennar slysavarnir, híbýlaeftir-
lit, matvælaeftirlit og manneldisrannsóknir.
Hlutverk lækningastöðva er að veita, hver í sínu umdæmi, almenna og sér-
fræðilega læknishjálp sjúklingum utan sjúkrahúsa, þar með taldar tannlækningar,
svo og nuddlækningar og fæðingarhjálp. Enn fremur að annast rannsóknir, er miði
að sem fullkomnastri sjúkdómsgreiningu. Lækningastöðvar sjá einnig um nauðsyn-
1) Framkvœmd þcs9a knfla var frcstað með 1. 38/1953 til 1. jan. 1955. 2) sjá 1. 104/1943, 27.—52 gr., og ennfremur
1. 30/1953, 22. og 23. gr.