Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 10
8
Allar tekjur Tryggingastofnunarinnar renna í allsherjar tryggingasjóð (sbr.
IV. kafla), og úr honum greiðast öll gjöld stofnunarinnar.
3. gr. — Ríkisstjórnin hefur yfirumsjón með starfsemi Tryggingastofnunar-
innar og setur reglugerðir samkvæmt lögum þessum.
4. gr. — Ráðherra skipar forsjóra Tryggingastofnunarinnar. Hann skipar og,
að fengnum tillögum forstjóra, tryggingayfirlækni, deildarstjóra og sérstakan trygg-
ingafræðing, ef forstjóri eða deildarstjórar eru það ekki. Sjá 1. 38/1953, 1. gr.
Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum tryggingaráðs, laun þeirra starfs-
manna, er taldir eru í 1. mgr. þessarar gr., svo og annarra fastra starfsmanna stofn-
unarinnar, þar til launin verða ákveðin í launalögum.
5. gr. — Forstjóri stjórnar stofnuninni í samræmi við lög, reglugerðir og
erindisbréf, er honum verður sett, og í samráði við formann tryggingaráðs,
sbr. 8. gr. Hann afgreiðir mál í samráði við hlutaðeigandi deildarstjóra eða
felur þeim afgreiðslu ákveðinna mála, en ber sjálfur ábyrgð á ákvörðunum og
úrskurðum.
Forstjóri getur falið sama deildarstjóra forstöðu fleiri en einnar deildar.
6. gr. — Tryggingaráð, skipað 5 mönnum, skal fara með störf þau, sem því
eru falin með lögum þessum. Skal það kosið hlutfallskosningu af sameinuðu Alþingi
á fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþingiskosningar, og jafnmargir varamenn.
Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi hinna kjörnu.
Sérstök nefnd þriggja sérfróðra manna skal vera tryggingaráði til aðstoðar og
ráðuneytis um læknisfræðileg atriði og framkvæmd heilsugæzlu samkvæmt III.
kafla. í nefnd þessari eiga sæti landlæknir, sem er formaður hennar, og tveir menn,
er ríkisstjórnin skipar til 4 ára í senn, annan samkvæmt tilnefningu Læknafélags
íslands og Læknafélags Reykjavíkur í sameiningu og hinn samkvæmt tilnefningu
læknadeildar háskólans. Varamenn fyrir tvo hina síðartöldu skulu skipaðir með
sama hætti til sama tíma. — Sjá I. 38/1953, 2. gr.
Nú láta læknafélögin eða læknadeild háskólans undir höfuð leggjast að tilnefna
mann af sinni hálfu í nefndina samkvæmt 2. málsgrein, og skipar þá ráðherra án
tilnefningar mann eða menn í þeirra stað.
7. gr. — Hlutverk tryggingaráðs er að hafa eftirlit með fjárhag, rekstri og
starfsemi Tryggingastofnunarinnar og gæta þess, að hún starfi í samræmi við lög
og reglugerðir á hverjum tíma. Fjárhagsáætlun stofnunarinnar fyrir ár hvert skal
jafnan samin í samráði við tryggingaráð. Einnig skal leita samþykkis ráðsins á
öllum heildarsamningum við lækna, sjúkrahús, heilsuverndar- og lækningastöðvar,
en að undirbúningi slíkra samninga starfar sérfræðinganefndin, sbr. 6.gr., með
forstjóra Tryggingastofnunarinnar og formanni tryggingaráðs.
Ef ágreiningur rís um bætur samkv. II. kafla eða hlunnindi samkv. III. kafla,
leggur tryggingaráð úrskurð á þau mál. Leita skal þó jafnan álits sérfræðinga-
nefndar, áður en úrskurðað er um atriði, er varðar heilsugæzlu samkv. III. kafla
eða læknisfræðileg atriði, er áhrif hafa á bótagreiðslur. — Sjá I. 38/1953, 2. gr.
Nú sættir aðili sig ekki við úrskurð tryggingaráðs, og getur hann þá leitað
dómsúrskurðar um málið.
8. gr. — Formaður tryggingaráðs skal fylgjast með daglegri starfsemi stofn-
unarinnar og kynna sér alla afgreiðslu mála. Ef um er að ræða bótagreiðslur, sem
ekki eru fastákveðnar, en inntar af liendi samkv. lieimildarákvæðum, er skylt að
leggja þau atriði fyrir formann ráðsins, en hann kynnir sér allar aðstæður. Skal
afgreiðsla slíkra mála jafnan borin undir tryggingaráð, ef formaður óskar þess.
Hann skal og vinna að undirbúningi fjárhagsáætlunar stofnunarinnar með forstjóra
og að öllum meiri háttar samningsgerðum.