Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 186
184
Á árunum 1938—1946 hækkaði tillag ríkissjóðs til sjúkrasamlaga úr 0,3 millj.
kr. í 2,1 millj. kr. eða um 635%. Tillag sveitarfélaganna hækkaði á sama tíma um
634%. Árið 1953 nam tillag ríkissjóðs alls kr. 7,8 millj. og hafði því hækkað um 5,7
millj. kr. eða sem svarar 264% frá árinu 1946. Tillag sveitarfélaganna hækkaði um
265% á sama tíma.
Stvrkur sá, sem ríki og 6veitarfélagi ber að veita sjúkrasamlagi, nemur þriðj-
ungi grciddra iðgjalda frá livorum aðila, en skal þó ekki vera yfir ákveðinni hámarks-
upphæð á ári fyrir hvern tryggðan mann. Hámark þetta var kr. 12,00 árið 1947, kr.
18,00 1948—1950, kr. 62,00 1951—1952 og kr. 72,00 1953, allt að viðbættri verðlags-
uppbót. Þess ber að geta, að hækkunin 1951 stafar að miklu leyti af nýrri skráningu
vísitölu, en grunnupphæð kr. 18,00 skv. hinni eldri skráningu jafngildir grunnupp-
hæð kr. 54,00 skv. liinni nýju.
Töflur 54—60 hér að framan um rekstur og liag sjúkrasamlaga sýna, að styrkur
opinberra aðila til sumra samlaga hefur ekki numið 2/3 hlutum greiddra iðgjalda
vegna ofangreinds hámarksákvæðis.
Aðrar tekjur sjúkrasamlaga eru nær eingöngu vaxtatekjur. Árið 1938 námu þær
kr. 31 þús., en kr. 111 þús. 1946 og hækkuðu um 254% á því tímabili. Árið 1953 námu
vaxtatekjur o. fl. kr. 395 þús. og hafa liækkað um 257% frá 1946. Þess skal getið,
að í liðnum vaxtatekjur o. jl. eru hjá nokkrum samlögum taldar ósundurliðaðar
endurgreiðslur svo og tekjur af húseignum í Reykjavík og á ísafirði.
b. Gjöld.
í töflu 62 eru sýnd meðalútgjöld sjúkrasamlaga í heild á hvern samlagsmann
1947—1953 og þeim skipt niður á einstaka kostnaðarliði, og í töflu 63 er reiknuð
lilutfallsleg skipting útgjalda þessi ár.
Fjölgun sjúkrasamlaga utan kaupstaða hefur álirif á þessar tölur, svo sem sjá
má á töflum 64 og 65. Tafla 64 sýnir útgjöld sjúkrasamlaga 1947 og 1953 í kaupstöð-
um og utan kaupstaða ásamt hækkun þeirri, sem orðið hefur á þessu tímabili. Staf-
ar liækkunin bæði af hækkun kostnaðar á hvern samlagsmann og fjölgun sam-
lags manna. í töflu 65 eru tilsvarandi tölur fyrir hvern samlagsmann, og sést þar,
hve mikill hluti hækkunar á útgjöldum stafar af hækkun á hvern samlagsmann.
Þessar töflur sýna einnig mismunandi þróun í kaupstöðum og sveitum.
Til samanburðar má geta þess, að meðalvísitala framfærslukostnaðar árið 1947
var 315 stig, en vísitala marzmánaðar 1950 355 stig. Mcðalvísitala ársins 1953 var
Tajla 62. Meðalútgjöld sjúkrasamlaga á hvern samlagsmann 1947—1953.
1947 1948 1949 1950 1951 1952 19531
Tegund grciðslna kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr.
Læknishjálp 70,99 72,49 81,59 93,13 104,65 119,11 126,44
Lvf 52,26 54,10 64,26 74,82 78,19 74,66 77,62
Sjúkrahúskostnaður 53,61 60,54 62,32 76,69 94,22 124,59 150,30
Ymis sjúkrakostnaður 12,16 13,72 13,75 14,85 16,73 19,52 21,39
Skrifst. og stjórnarkostnaður .. 20,55 20,88 19,75 23,90 27,02 28,73 30,09
Alls 209,57 221,73 241,66 283,39 320,80 366,62 405,84
1) Sjúkrasamlag Fáskrúðsfjaiðarhrcpps (áætluð ta!a samlagsmanna 156) ekki talið með.