Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 37
35
II. KAFLI
5. gr. — Grunnupphæðir bóta samkv. II. kafla laganna, 1—4, skulu frá 1. jan.
1951 vera sem hér segir:
1. Árlegur elli- og örorkulífeyrir samkv. 15. og 18. gr. laganna:
a. Fyrir hjón, þegar bæði fá lífeyri:
Á 1. verðlagssvæði ........................................ kr. 6528.00
Á 2. — — 4896.00
b. Fyrir einstaklinga og hjón, þegar annað fær lífeyri:
Á 1. verðlagssvæði .......................................... — 4080.00
Á 2. — — 3060.00
2. Árlegur barnalífeyrir samkv. 20. gr. laganna:
Á 1. verðlagssvæði.......................................... kr, 2400.00
Á 2. — — 1800.00
3. Árlegar fjölskyldubætur samkv. 30. gr. laganna:
Á 1. verðlagssvæði ............................................ — 1200.00
Á 2. — — 900.00
4. Ekkjubætur samkv. 35. gr. laganna:
Fyrstu 3 mán. eftir lát maka .......................... kr. 600.00 á mán.
Næstu 9 mán., ef ákvæði greinarinnar heimila........... — 450.00 — —
5. Hámark árlegra makabóta samkv. 38. gr. laganna:
Á 1. verðlagssvæði.......................................... kr. 2448.00
Á 2. — — 1836.00
6. Sjúkrabætur samkv. 40. gr. laganna:
a. Fyrirkvænta karla, þegar konan vinnur eigiutan heimilis:
Á 1. verðlagssvæði .................................. kr. 18.00 á dag.
Á 2. — — 15.00 - —
b. Fyrir aðra:
Á 1. verðlagssvæði .................................... — 15.00 á dag.
Á 2. — — 12.00 - —
Nú eru hjón eigi samvistum, af heilsufarslegum ástæðum eða öðrum ástæðum,
er tryggingaráð metur jafngildar, og er ráðinu þá heimilt að úrskurða hvoru hjón-
anna um sig fullan einstaklingslífeyri samkv. 15. gr. laganna.
6. gr. — Tryggingaráði skal heimilt að greiða ekklum allt að fullum barna-
lífeyri, í stað hálfs, eins og ákveðið er í síðustu málsgr. 23. gr. laganna.
7. gr. — Takmarkanir þær, sem ákveðnar eru í 2. og 3. málsgr. 23. gr. laganna
á greiðslum barnalífeyris til ekkna, skulu einnig gilda um greiðslur barnalífeyris til
mæðra óskilgetinna barna og fráskilinna kvenna samkv. 27. og 28. gr.
8. gr. — Þegar Tryggingastofnun ríkisins greiðir barnalífeyri samkv. 1. málsgr.
27. gr. laganna, á hún endurkröfurétt á hendur barnsföður, og fer um innheimtu
slíkrar kröfu eftir ákvæðum 117. gr. laganna.
Yerði vanskil af hálfu föður, skal innheimta kröfuna hjá framfærslusveit lians
og telst fjárhæðin framfærslustyrkur veittur honum. Eignast Tryggingastofnunin
að öllu leyti sama rétt á hendur framfærslusveit föður og dvalarsveit móður hefur
samkvæmt framfærslulögum, þar með talinn sá réttur að leita yfirvaldsúrskurðar
um sveitfesti barnsföður samkv. 76. gr. framfærslulaga, nr. 80/1947.
Um endurkröfurétt framfærslusveitar á hendur barnsföður fer samkv. ákvæð-
um framfærslulaga. Þverskallist framfærslusveit við að greiða, eignast Trygginga-
stofnunin þann rétt, sem dvalarsveit móður á samkv. framfærslulögum, til að endur-
krefja ríkissjóð um upphæðina.