Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 33
31
b. Ellilífeyri og örorkulífeyri getur Tryggingastofnunin lækkað um allt að sama
hundraðsliluta og hin vangreiddu iðgjöld nema af þeim heildariðgjöldum, er
hlutaðeiganda hefur borið að greiða.
c. Aðrar bætur en þær, sem um ræðir undir staflið a. og b., getur Trygginga-
stofnunin lækkað um allt að sama hundraðshluta og hin vangreiddu iðgjöld
eru af þeim iðgjöldum, er bar að greiða. Skal Tryggingastofnunin hafa hlið-
sjón af öllum efnahagsástæðum umsækjanda við slíka úrskurði. Er honum
skylt að gefa Tryggingastofnuninni allar nauðsynlegar upplýsingar um fjár-
hag sinn, ef liann sækir um fullar bætur. Aldrei skal þó lækka fæðingarstyrk,
sbr. 34. gr., bætur samkv. 35. gr. né slysabætur samkv. II. kafla laganna.
3. Sérstákir lífeyrissjððir.
133. gr. — Tryggingastofnunin skal veita viðurkenningu sérstökum lífeyris-
sjóðum, sem stofnaðir hafa verið eða stofnaðir kunna að verða til þess að láta í té
elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyri, enda uppfylli þeir þau skilyrði, sem Trygginga-
stofnunin setur fyrir slíkri viðurkenningu. Það skal m. a. sett sem skilyrði, að
þeir veiti félagsmönnum sínum elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyri, er ekki sé lægri
en tryggður er með lögum þessum. Félagsmenn sérsjóðanna greiði til Trygginga-
stofnunarinnar iðgjald, er sé helmingur þess iðgjalds, sem ákveðið er í 107. gr.
Tryggingaráð getur krafizt þess, að iðgjaldið sé innheimt af sérsjóðunum, svo og
að þeir skuldbindi sig til þess að gera Tryggingastofnunina skaðlausa af þeim félags-
Wönnum, sem hverfa úr sérsjóðunum til almannatrygginganna.
4. Frjálsar tryggingar.
134. gr. — Heimilt er atvinnurekendum og einnig þeim, er starfa sjálfstætt
an þess að liafa launþega í þjónustu sinni, að tryggja sér slysabætur samkvæmt
ákvæðum II. kafla.
Tryggingastofnunin ákveður sérstök iðgjöld fyrir slíkar tryggingar, og miðast
þeir, sem tryggja sig, eigi rétt á bótagreiðslum eftir sömu reglum og
Trygging samkvæmt þessari grein er því aðeins heimil, að hún sé til ákveðins
tima og bundin við tiltekin nöfn, og því aðeins gild, að hún hafi verið tilkynnt og
iðgjöld greidd fyrir fram. Ef um er að ræða tryggingu við óskyld og misjafnlega
ahættusöm störf, sem erfitt er að aðgreina og skipta í sérstaka áhættuflokka, má
ákveða meðaltalsiðgjöld fyrir hverja viku tryggingartímabilsins.
135. gr. — Heimilt er Tryggingastofnuninni að taka að sér frjálsar slysa-
tryggingar á einstökum mönnum, og nær það einnig til þeirra, sem tryggðir
eru samkvæmt lögum þessum. Skal þá jafnan gefa út sérstakt vátryggingar-
skírteini fyrir hvern einstakling. Jafnframt er Tryggingastofnuninni heimilt að
taka að sér slysatryggingar farþega í bifreiðum, þar á meðal einkabifreiðum,
flugvélum og skipum, þótt hinir tryggðu séu eigi nafngreindir. Trygging sam-
kvæmt þessari grein getur einnig náð til greiðslu sjúkrabóta. Enn fremur getur
Tryggingastofnunin, með samþykki ráðherra, tekið að sér persónulegar ábyrgðar-
tryggingar. — Sjá 1. 38/1953, 37. gr.
Ráðherra ákveður með reglugerð alla nánari tilhögun á tryggingum samkvæmt
þessari grein, þar á meðal, að hve miklu leyti skuli endurtryggja þá áhættu, sem
Tryggingastofnunin tekur á sig.
þau við, <
lauuþegar