Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 16
14
sem kvænzt hefur eftir að hann varð öryrki eða eftir að ljóst var, að orsakir
örorkunnar voru tilkomnar.
4. Sjúkrabœtur.
39. gr. — Þeim, sem stunda vinnu í annarra Jijónustu eða stunda eða reka
sjálfstæða atvinnu, skulu greiddar sjúkrabætur samkvæmt eftirfarandi reglum.
Sjúkrabætur eru greiddar konum og körlum á aldrinum 16—67 ára, sem verða
fyrir tekjumissi vegna veikinda, ef vinnugeta þeirra er svo skert, að hlutaðeigandi
geti eigi unnið sér inn sem svarar a. m. k. Yl meira en bótaupphæðum laganna
nemur við þau störf, sem hann er vanur að stunda, eða við aðra vinnu, er honum
kann að vera vísað á og telja verður við hans hæfi. — Sjá 1. 38/1953, 13. gr.
Það telst tekjumissir, þó að maður haldi kaupi sínu, ef hann verður að greiða
staðgöngumanni sínum kaup, en greiði hann honum ekki allt kaup sitt, getur Trygg-
ingastofnunin lækkað bæturnar eða fellt þær niður með öllu.
40. gr. — Sjúkrabætur skulu vera:
Á 1. verðlags- Á 2. verðlags-
Fyrir kvænta karla, þegar konan vinnur svæðí svæði
eigi utan heimilis eða er atvinnulaus ......... kr. 6.00 á dag kr. 5.00 á dag
Fyrir aðra .................................... kr. 5.00 á dag kr. 4.00 á dag
Giftar konur fá því aðeins greiddar sjúkrabætur, að þær færi sönnur á, að mað-
ur þeirra geti ekki séð þeim farborða. — Sjá 1. 38/1953, 5. og 13. gr.
Þegar sjúkrabætur eru greiddar, er auk hinna venjulegu fjölskyldubóta samkv.
30.—32. gr. einnig greitt með þremur fyrstu börnunum í hverri fjölskyldu, sbr. 1.
mgr. 31. gr.
Sjúkrabætur mega aldrei fara fram úr % þess, sem hinn sjúki hefur misst í
af tekjum sínum vegna sjúkdómsins.
41. gr. — Sjúkrabætur eru ekki greiddar, ef sjúkdómurinn stafar af áfengis-
neyzlu, notkun deyfilyfja eða öðrum orsökum, sem hinn tryggði á sjálfur sök á,
beint eða óbeint, með vítaverðu hirðuleysi eða gáleysi.
Ef farsóttir ganga, svo sem mislingar, inflúenza, skarlatssótt o. fl., fellur niður
greiðsla sjúkrabóta vcgna slíkra sjúkdóma, nema tryggingaráð heimili greiðsluna
hverju sinni.
42. gr. — í lcaupstöðum og kauptúnum, þar sem læknar starfa, skal greiða
sjúkrabætur sem hér segir:
a) Þeir, sem starfa í annarra þjónustu, skulu eiga rétt á sjúkrabótum frá og með
11. veikindadegi og í allt að 26 vikur samtals á einu ári, enda sé þeim ekki
greitt kaup þennan tíma. Tryggingaráði er þó heimilt að ákveða, að bætur
skuli greiddar lengur, einkum ef veikindi stafa af slysförum og óvíst er, hvort
um varanlega örorku verður að ræða. Sjúkrabætur eru ekki greiddar, nema
hlutaðeigandi hafi verið óvinnufær lengur en 14 daga.
Nú greiðir atvinnurekandi liinum sjúka kaup, sem er lægra en sjúkrabótum
nemur, og skal þá einnig greiða sjúkrabætur, þó svo, að þær að viðbættu kaup-
inu séu eigi hærri en bótaupphæðir laganna að viðbættum 25 af hundraði.
Um fasta starfsmenn sjá ákvæði 64. gr.
b) Þeir, sem starfa sjálfstætt eða hafa launþega í þjónustu sinni, eiga rétt á bótum
frá og með sjöttu sjúkraviku og í allt að 26 vikur samtals á einu ári, enda
geti þeir sýnt fram á, að tekjur þeirra hafi minnkað verulega vegna veikind-
anna. Skal tryggingaráð setja nánari reglur um greiðslu sjúkrabóta til slíkra
manna með hliðsjón af ákvæðum 2. mgr. 39. gr. Þó skulu þeir framleiðendur,