Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 10
54
HEIMILI OG SKÓLI
háttur hér að raða í bekki að talsverðu
leyti eftir leikni í reikningi og þó
einkum lestri, strax fyrstu skólaárin.
Nú er það vitað má'l, að lestrarkunn-
átta við upphaf skólagöngu og raunar
fyrstu skólaárin, er alls ekki einhliða
háð almennri greind og segir ekki
nema á mjög ótryggan hátt til um síð-
ari námsárangur barnsins.
Hér kemur þó annað til og miklu
alvarlegra. Notkun hraðaprófa í lestri
með þeim hætti, sem hér tíðkast, eyk-
ur vafalaust hættuna á lestrarörðug-
leikum, eru beinlínis líkleg til að
skapa þá hjá börnum, sem standa tæpt
með þroska. í»ótt ég geti ekki bein-
línis sannað þessa staðhæfingu, hníga
að henni ýmsar líkur, einkum, að því
er varðar drengi. Hefi ég áður vikið
að þessu hér í ritinu.
Ástæðan til þess, að lestrarprófin
sérstaklega 1. og 2. skólaár, eru svo
viðsjárverð, liggur í augum uppi. Án
tillits til aðferðar skiptir það höfuð-
máli, að traustur, öruggur grundvöll-
ur sé lagður að lestrarhæfni barnsins,
undirstöðuatriði æfð vel, framburður
bættur og orðaskilningur aukinn.
Lestrarhraðapróf vinna fremur gegn
tilraunum í þessa átt, stilla hugi allra
aðila, kennara, foreldra og barnanna
sjálfra í leshraða, tvímælalaust til tjóns
fyrir nokkurn hluta barnanna, en til
lítils eða einskis ávinnings fyrir þorra
þeirra.
Því er haldið fram, að kennarar,
foreldrar og nemendur þurfi að vita
jafnt og þétt, hvernig miðar. Nokkuð
er hæft í þessu. En á fyrsta ári lestrar-
náms tel ég, að kennari verði, hvað
mikinn hluta barnanna snertir, að
meta framför þeirra á annan mæli-
kvarða en hraðapróf. Tel ég, að kenn-
ari sé nokkuð jafnnær um lestrarfram-
för nemanda, þótt hann fái 1.8 í stað
l. 5 fyrir tveim mánuðum, ef ekki kem-
ur önnur vitneskja til.
Því er haldið fram, að prófin styrki
samband heimilis og skóla og megi
sízt úr því draga. Sammála er ég um
það, að stórefla þurfi samband kenn-
ara við foreldra, en ekki held ég, að
núverandi próffargan styrki það sam-
band. Þvert á móti má telja líklegt,
að prófin skapi spennu og kvíða hjá
þeim hluta barnanna, sem standa höll-
um fæti við lestrarnámið. Sama má
segja um kennarann og foreldrana.
Þeir verða oftast óánægðir og kvíðnir
líka. Ef ti'l vill kenna þessir aðilar
hvor öðrum um hve illa gengur, án
þess þó að fá sig til að ræða saman.
Jafnvel þótt saman sé rætt, er grund-
völlurinn óheppilegur. Hinar köldu
tölur fæla frá sér. Líklegt má telja, að
stutt orðsending til foreldra um fram-
farir barnsins væri mun líklegri til að
skapa manneskjuleg og persónu'leg
samskipti kennara og foreldra og
drægi úr þeirri hættu, að barnið lenti
á milli steins og sleggju, liggi undir
ávítum og ásökunum aðila, sem tor-
tryggja hvorir aðra og láta áhyggjur
sínar óbeint bitna á barninu.
Loks er talað um að próf, jafnvel á
fyrstu árunum, séu nauðsynleg til að
skapa börnunum markmið, vekja
metnað þeirra og kapp. Víst þarf að
glæða starfslöngun og eðilegan metnað
barnsins. En á fyrstu skólaárunum a.
m. k. tel ég þetta betur gert með öðr-
um hætti en prófum. Heilbrigðasta
leiðin, hvað snertir lestrarnámið, er
að vekja áhuga barnsins á að geta lesið