Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 55 Eiga börn að vinna og fullorðnir að leika sér? Eftir ÁSE GRUDE SKARD, dósent. Afbrot unglinga nú á dögum vekja ugg víða um lönd. Hér er bæði um að ræða aukinn fjölda afbrota, en eigi síður hitt, að afbrotin færast sífellt neðar og neðar í raðir barna og ungl- inga. Jafnvel hér í Noregi, eru nú miklar umræður um það alvarlega fyrirbrigði, að þeir eru alltaf að verða yngri og yngri, sem komast í kast við lögregluna og réttvísina. Ástæðurnar til þessarar þróunar eru án efa margar. í*að er til dæmis augljóst mál, að bíla- þjófnaður myndi ekki þekkjast nema hér væru bílar, svo að þarna liggur ein ástæðan augljóslega í umhverfinu. En þessi skýring nær samt skammt til að varpa ljósi á aukningu afbrotanna. Vafalaust liggja ekki alltaf sömu ástæðurnar til grundvallar fyrir sams konar afbrotum. Þar geta margvísleg- ar, persónulegar ástæður einnig ráðið miklu. En þrátt fyrir þessar mörgu og samanslungnu ástæður, liggur þó ein höfuðástæða eins og rauður þráður í gegnum þetta allt: En hún er sú, að börnin fá ekki að vaxa upp í sam- félagi hinna fullorðnu á eðlilegan hátt. Öll lög og allar reglur samfélags- ins geta orðið þeim framandi, ef barn- ið vex ekki inn í heim hinna fullorðnu og starf þeirra á eðlilegan hátt, þar sem það kann við sig og unir sér vel meðal þeiiTa. Og nú er spurt: Eru börnin ekki of einangruð frá hinum fullorðnu í bernsku? Gerum við þau nægilega hluttakandi í störfum okkar? Og — skyggnumst við ekki of lítið inn í þeirra heim, þeirra leiki og þeirra störf á meðan þau enn eru börn? Lát- á eigin spýtur, kenna því að njóta frá- sagnar og veita því persónulega upp- örfun og viðurkenningu eftir því sem sækist að markinu. Loks tel ég, að til prófa hér fari of mikill tími, sem betur væri varið til kennslu eða uppeldisstarfa í þágu barnsins. Skólaárið hjá okkur er styttra en annars staðar og við höfum ekki efni á að missa heilar vikur í prófhark í yngri bekkjum skólanna. Tillaga mín er sú, að skólastjórar fái samþykki yfirvalda til að sleppa prófum á 1. skólaári algerlega og senda barnið fyrst heim með einkunn við lok annars skólaárs. í þess stað sé send orðsending eins oft og þurfa þyk- ir um framfarir barnsins til foreldra. Ef þetta þætti gefast vel, teldi ég æski- legt að gefa fyrst einkunnir við lok 3. skólaárs. Með þessu myndi fást vinnufriður fyrstu tvö skólaárin, þau árin, sem mest veltur á um lestrar- námið. Að lokum tel ég, að endur- skoða þyrfti einkunnastigann sjálfan. Ég dreg í efa gildi þeirrar nákvæmni, sem kemur fram í því að gefa einum nemanda 6.5 og öðrum 6.8 og gildir einu hvaða námsgrein á í hlut. Jónas Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.