Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 11

Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 11
HEIMILI OG SKÓLI 55 Eiga börn að vinna og fullorðnir að leika sér? Eftir ÁSE GRUDE SKARD, dósent. Afbrot unglinga nú á dögum vekja ugg víða um lönd. Hér er bæði um að ræða aukinn fjölda afbrota, en eigi síður hitt, að afbrotin færast sífellt neðar og neðar í raðir barna og ungl- inga. Jafnvel hér í Noregi, eru nú miklar umræður um það alvarlega fyrirbrigði, að þeir eru alltaf að verða yngri og yngri, sem komast í kast við lögregluna og réttvísina. Ástæðurnar til þessarar þróunar eru án efa margar. í*að er til dæmis augljóst mál, að bíla- þjófnaður myndi ekki þekkjast nema hér væru bílar, svo að þarna liggur ein ástæðan augljóslega í umhverfinu. En þessi skýring nær samt skammt til að varpa ljósi á aukningu afbrotanna. Vafalaust liggja ekki alltaf sömu ástæðurnar til grundvallar fyrir sams konar afbrotum. Þar geta margvísleg- ar, persónulegar ástæður einnig ráðið miklu. En þrátt fyrir þessar mörgu og samanslungnu ástæður, liggur þó ein höfuðástæða eins og rauður þráður í gegnum þetta allt: En hún er sú, að börnin fá ekki að vaxa upp í sam- félagi hinna fullorðnu á eðlilegan hátt. Öll lög og allar reglur samfélags- ins geta orðið þeim framandi, ef barn- ið vex ekki inn í heim hinna fullorðnu og starf þeirra á eðlilegan hátt, þar sem það kann við sig og unir sér vel meðal þeiiTa. Og nú er spurt: Eru börnin ekki of einangruð frá hinum fullorðnu í bernsku? Gerum við þau nægilega hluttakandi í störfum okkar? Og — skyggnumst við ekki of lítið inn í þeirra heim, þeirra leiki og þeirra störf á meðan þau enn eru börn? Lát- á eigin spýtur, kenna því að njóta frá- sagnar og veita því persónulega upp- örfun og viðurkenningu eftir því sem sækist að markinu. Loks tel ég, að til prófa hér fari of mikill tími, sem betur væri varið til kennslu eða uppeldisstarfa í þágu barnsins. Skólaárið hjá okkur er styttra en annars staðar og við höfum ekki efni á að missa heilar vikur í prófhark í yngri bekkjum skólanna. Tillaga mín er sú, að skólastjórar fái samþykki yfirvalda til að sleppa prófum á 1. skólaári algerlega og senda barnið fyrst heim með einkunn við lok annars skólaárs. í þess stað sé send orðsending eins oft og þurfa þyk- ir um framfarir barnsins til foreldra. Ef þetta þætti gefast vel, teldi ég æski- legt að gefa fyrst einkunnir við lok 3. skólaárs. Með þessu myndi fást vinnufriður fyrstu tvö skólaárin, þau árin, sem mest veltur á um lestrar- námið. Að lokum tel ég, að endur- skoða þyrfti einkunnastigann sjálfan. Ég dreg í efa gildi þeirrar nákvæmni, sem kemur fram í því að gefa einum nemanda 6.5 og öðrum 6.8 og gildir einu hvaða námsgrein á í hlut. Jónas Pálsson.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.