Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 18
62
HEIMILI OG SKÓLI
þegn, starffús og starfsglaður, góður
stjórnari og félagi í senn.
Og það er hverju orði sannara, að
Barnaskóli Akureyrar á honum margt
að þakka, og raunar bærinn í heild.
Svo mjög hefur hann komið þar við
sögu. Og enn mun hann eiga drjúgan
þátt í heilsusamlegu uppeldi æskunn-
ar og Ijá mörgu góðu máli þar sína
traustu og hlýju hönd.
Færi ég honum einlæga þökk fyrir
frábært starf og ágæta samvinnu frá
skólastjóraárum mínum á Akureyri,
og óska honum heilla og heiðurs á
komandi tíð. Ágætri konu hans og
heimili öllu, sendi ég beztu kveðjur.
JÓNAS JÓNSSON
frá Brekknakoti sextugur!
Því á ég bágt með að trúa, enda
kom það mér á óvart. Mér finnst hann
enn ungur maður. Og raunar er hann
það, þótt fallega, dökka hárið hans
hafi skipt um fit. Því að, — „fögur sál
er ávallt ung undir silfurhærum.“
Og víst mun sú fegurð hin eina
óforgengilega, þegar öll kurlin eru til
grafar komin.
Jónas Jónsson frá Brekknakoti er
fæddur þar 1. júní 1901, og ólst þar
upp við jarðhita Reykjahverfis,
hjartayl góðra for-eldra og vaknandi
menningarþrá nýrrar aldar. Hófst
skólaganga hans í átthögunum og síð-
an framhaldið í skólum utanlands og
innan. Sótti hann einkum lýðháskóla
og fimleikaskóla meðal Svía og drakk
í sig hið heilbrigða lífsviðhorf slíkra
úrvalsstofnana.
Og heim kom hann hlaðinn áhug-
ans eldi og fórnfúsri orku, til þess að
'haf-a holl áhrif á uppvaxandi æsku
ættlands síns. Hann hefur alls staðar,
þar sem hann hefur slegið tjöldum
sínum, verið öflugur hvatamaaður að
drengilegu starfi, stutt félagslega
menningarviðleitni, verið í farar-
broddi ungra manna á sviði íþrótta og
hollra lifnaðarhátta, eflt söngmennt
með þátttöku í söngsveitum, og alls
staðar heill og höllur hverju góðu mál-
efni. Og heima hjá sér kann hann svo
að grípa til fiðlunnar eða orgelsins,
sér og öðrum til skemmtunar.
Jónas frá Brekknakoti lauk kenn-
araprófi tæplega fertugur að aldri. Þá
hafði hann kennt langa stund við vax-
andi hylli og traust. Hann er lí-ka
kennari með afbrigðum, — prýðilega
greindur og vel fróður og lesinn, og
o O O 7 O
hefur frábært lag á því, að vekja for-
vitni og seðja hana, án þess að mikið
gangi á. Og þáttur uppeldisins er
jafnan sterkur í öllu kennslustarfi
Jónasar. Hann er hinn lífsholli fræð-
ari, sem horfir til himins, siglir báti
sínum út úr skerjaklungri villu og