Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI
65
verri en nokkur ilánardrottinn, því að
hann sendir fyrst gjöf, sem bann
grobbar af, en sendir síðan reikning
á eftir.“ Það er hægt að gefa á marg-
víslega óskynsamlegan hátt. Menn eiga
að gefa af gnægð sinni, en ekki af ör-
byrgð. Og það er ekki út í bláinn sagt,
að tala um að menn gefi með annarri
hendinni, en taki það svo aftur með
hinni. En það gerum við hverju sinni,
þegar látið er í veðri vaka að þetta eigi
viðtakandi nú eiginlega ekki skilið,
og látum þá kröfu fylgja með, að hann
eða hún verði nú að vera þæg og góð
í staðinn. Hann megi nú ekki gera
þetta eða hitt o. s. frv. Já, jafnvel kraf-
an um þakklæti getur orðið til þess,
að ganga af þakklætinu dauðu. Að
gefa og h'ljóta þakklæti — það eru eng-
in verzlunarviðskipti.
Það drepur alla þakklætiskennd og
gleði, ef gjöfin hefur verið þvinguð
fram. Allar gjafir, sem bera keim af
því, að börnin hafi beðið um þær eða
krafizt þeirra, eru beint skaðlegar fyr-
ir heilbrigða þróun þakklætistilfinn-
ingarinnar.
Þá skyldum við heldur aldrei, er við
gefum börnum okkar -eða öðrum gjaf-
ir, láta í það skína á einn eða annan
hátt, að raunar hefðum við ekki ráð
á að gefa þessa gjöf. Ef við gefum góða
gjöf, höfum við alltaf ráð á því, hversu
miklu, sem við kunnum að fórna. En
ef við gefum dýrmæta gjöf, sem okkur
finnst í raun og veru við ekki hafa ráð
á, höfum við annaðhvort gert okkur
sek um heimskulegan verknað, eða að
minnsta kosti sýnt viðtakanda ónær-
gætni. Með öðrum orðum: Þegar pen-
ingasjónarmið tekur að leika þarna
sérstakt hlutverk, er það ætíð merki
þess, að við gefum af fátækt okkar,
hversu auðug sem við erum.
AHt of oft gefum við gjafir með
skilyrði: Heimtum ævarandi þakklæti,
væntum aMtaf áhuga fyrir gjöfinni,
verðum óánægð ef hún vekur ekki þá
geði, sem við væntum, skömmumst ef
gjöfin skemmist eða týnist, nöldrum,
ef gjöfin er ekki notuð eins og við
ætluðumst til, og svo mætti lengi telja.
Allt verður þetta til þess, að ganga
af þeim spírum dauðum, sem á sínum
tíma gátu orðið að heilbrigðri þakk-
lætiskennd.
Margir menn gefa með ólund og án
þess að hafa nokkra ánægju af því.
Slíkir menn gefa venjulega gjafir, sem
viðtakandi kærir sig álls ekki um, en
þakklætis er þó krafizt af þeim — það
vantaði nú ekki annað!
Dekur og kjass er líka af iMum upp-
runa. Ef foreldrar ofhlaða börn sín
með gjöfum, verða aMar gjafir lítils
virði í augum þeirra, og þær eru taldar
sjálfsagðar og ekkert þakkarverðar.
Engar gjafir verða þá góðar gjafir.
Innri ósk verður meira virði, ef henni
er gefinn tími til að bíða dálítið,
þroskast og gróa. Hún verður að fá
tíma til að verða að verulegri ósk. Til
þess að geta glaðzt einlæglega yfir ein-
hverju, þarf maður að hafa hlakkað til
þess um ilengri eða skemmri tíma.
Ræktun þakklætistilfinningar er
ekki eitthvað, sem hægt er að setja á
sinn stað einhverntima á seinna ald-
ursskeiði. þegar henta þykir. Þama
verðum við, eins og á öðrum sviðum
uppeldisins, að byrja snemma — byrja
á ungbarninu. Vitanlega verður að
skipta um uppeldisform, eftir því sem