Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 30
74
HEIMILI OG SKÓLI
Frá skólaskemmtun 1934.
Hið nýja og vandaða skólahús var
vígt 18. október liaustið 1930, og sett-
ust í hann 330 börn. Kennarar voru 9.
Má segja, að nú hefjist nýtt tímabil
r sögu skólans. Hinn nýi skólastjóri
fer þegar utan á 2. skólastjóraári sínu.
Þar drekkur hann í sig ný viðhorf og
ný vinnubrögð, sem hann flytur svo
inn í skólann. Nú er mikið aukið við
bækur og áhöld skólans. Það er gert
mikið átak til að bæta lestrarkunnátt-
una, sem bar verulegan árangur, og
til þessa er aflað ýmissa hjálpartækja,
sem reyndust vel. Þá var tekin upp
matreiðslukennsla í skólanum, sem
stóð þar til hentugra þótti að sameina
þá kennslu bæjarskólanna í eitt, og
fluttist hún þá í Gagnfræðaskólann. Þá
var heilbrigðiseftirlit og heilsuvernd
mjög aukin. Haustið 1932 eru teknar
upp lýsis- og mjólkurgjafir í skólan-
um, sem hvergi voru þá upp teknar
annars staðar í skólum hér. Haustið
1938 voru tekin upp ljósböð í skólan-
um. Þá flytjast tannlækningarnar í
skólann 1945 og Kurt Sonnenfeldt er
ráðinn til að standa fyrir þeim.
Á 75 ára afmæli Páls J. Árdals er
stofnaður sjóður til minningar um
hann, sem nefndist Árdalssjóður og
var markmið hans, að styrkja böm,
sem hverfa frá skólanum á hverju vori,
til námsferða og náttúruskoðunar
lengri eða skemmri veg, og hafa þessar
ferðir verið farnar um 30 ára skeið.
Ársskemmtanir skólabarna vom
fyrst teknar upp veturinn 1931 og hef-
ur ágóðinn af þeim síðan runnið í
þennan sjóð.
Árið 1932 var stofnaður aurasjóður
skólans. Átti hann að gegna sama hlut-
verki og sparifjársöfnunin nú. Hann
staríaði í 10 ár, en þá komu stríðsárin