Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 30

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 30
74 HEIMILI OG SKÓLI Frá skólaskemmtun 1934. Hið nýja og vandaða skólahús var vígt 18. október liaustið 1930, og sett- ust í hann 330 börn. Kennarar voru 9. Má segja, að nú hefjist nýtt tímabil r sögu skólans. Hinn nýi skólastjóri fer þegar utan á 2. skólastjóraári sínu. Þar drekkur hann í sig ný viðhorf og ný vinnubrögð, sem hann flytur svo inn í skólann. Nú er mikið aukið við bækur og áhöld skólans. Það er gert mikið átak til að bæta lestrarkunnátt- una, sem bar verulegan árangur, og til þessa er aflað ýmissa hjálpartækja, sem reyndust vel. Þá var tekin upp matreiðslukennsla í skólanum, sem stóð þar til hentugra þótti að sameina þá kennslu bæjarskólanna í eitt, og fluttist hún þá í Gagnfræðaskólann. Þá var heilbrigðiseftirlit og heilsuvernd mjög aukin. Haustið 1932 eru teknar upp lýsis- og mjólkurgjafir í skólan- um, sem hvergi voru þá upp teknar annars staðar í skólum hér. Haustið 1938 voru tekin upp ljósböð í skólan- um. Þá flytjast tannlækningarnar í skólann 1945 og Kurt Sonnenfeldt er ráðinn til að standa fyrir þeim. Á 75 ára afmæli Páls J. Árdals er stofnaður sjóður til minningar um hann, sem nefndist Árdalssjóður og var markmið hans, að styrkja böm, sem hverfa frá skólanum á hverju vori, til námsferða og náttúruskoðunar lengri eða skemmri veg, og hafa þessar ferðir verið farnar um 30 ára skeið. Ársskemmtanir skólabarna vom fyrst teknar upp veturinn 1931 og hef- ur ágóðinn af þeim síðan runnið í þennan sjóð. Árið 1932 var stofnaður aurasjóður skólans. Átti hann að gegna sama hlut- verki og sparifjársöfnunin nú. Hann staríaði í 10 ár, en þá komu stríðsárin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.