Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 31

Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 31
HEIMILI OG SKÓLI 75 með sína peningaveltu og engum þótti ástæða til að spara. I hörmungum síðustu stríðsáranna og síðan eftir stríðið, gekkst Barna- skóli Akureyrar fyrir verulegri fjár- söfnun til barna á Norðurlöndum. Munu þá alls hafa safnazt um 50 þús. kr. í peningum og geysilega mikið af fatnaði. Þetta var allt sent til Noregs, Finnlands og Danmerkur og var upp- haf mikilla bréfaskipta og vináttu milli barna í þessum löndum og barna á Akureyri. Þá má geta þess, að snemma á þess- um árum voru teknar upp fastar morg- unbænir í skólanum alla mánudaga. Þá var unnið skipulega að því á þessum árum að treysta og auka sam- vinnuna milli heimilanna og skólans og fleiri og færri foreldrafundir haldn- ir á hverju ári. Einnig gefið út lítið blað við og við, sem nefndist Boðber- inn. Haustið 1936 er gerð sú breyting á fræðslulögunum að skólaskylda er færð niður í 7 ár. Þetta veldur veru- legri fjölgun í skólanum og eru skóla- börn þá orðin 542. Árið 1946 verður aftur sú breyting á sömu lögum, að þá er skólaskyldan lengd um 1 ár. Og tveir efstu bekkirnir færðir á ffagn- fræðaskólastigið. Þegar Snorri Sigfússon hverfur frá skólanum haustið 1947, hafði hann áð- ur undirbúið viðbyggingu við skól- ann, sem svo var tekin í notkun haust- ið 1949, en á þessum árum var skólinn að springa af þrengslum. í hinni nýju byggingu voru 4 stórar kennslustofur og á neðstu hæð fékkst gott húsnæði fyrir heilsugæzluna, tannlækningar, ljósböð og stofa fyrir skólalækni og hjúkrunarkonu. Laust eftir 1930 var ráðin skólahjúkrunarkona. í fyrstu var skólinn þar í samvinnu við Rauða- krossdeildina hér, en litlu síðar var ráðin föst hjúkrunarkona að skólan- um. Þegar hin nýja bygging var tilbúin, bætti hún úr húsnæðisvandanum í eitt eða tvö ár, en þá urðu sömu eða enn meiri vandræði og þurfti að leigja hús næði á mörgum stöðum utan skólans. Haustið 1947 hverfur Snorri Sigfús- Skrúðganga skóla- barna vorið 1961. Lúðrasveit drengja gengur á undan.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.