Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 32
76
HEIMILI OG SKÓLI
son frá skólanum og tekur að sér náms-
stjórn í Norðlendingafjórðungi. Stað-
an er auglýst og tveir sækja: Hannes
J. Magnússon, sem verið bafði yfir-
kennari við skólann, sá fyrsti er gegndi
því starfi, og Helgi Hannesson, kenn-
ari á Isafirði. Hinn fyrrnefndi hlaut
stöðuna.
Á 80 ára afmæli skólans árið 1951
eru skólabörn orðin 785, en 1957 eru
þau orðin 973. Þá klofnaði þessi aldna
stofnun og 230 börn flytjast í nýjan
skóla, sem var þá byggður á Oddeyri.
Það mun mega nefna það sem tals-
Shóla slitið i 90. sinn.
vert merkan atburð, að vorið 1954 fór
skólakórinn, undir stjórn Björgvins
Jörgenssonar, til Noregs í boði vina-
bæjar okkar, Álasunds, og hélt hljóm-
leika þar og á nokkrum öðrum stöð-
um í Noregi. Mun þetta fyrsti íslenzki
barnakórinn, sem fer slíka för.
Þá var fyrir fáum árum tekið upp
annað nýmæli, sem hefur orðið vin-
sælt, en það er stofnun Lúðrasveitar
við skólann, sem Jakob Tryggvason
skólastjóri Tónlistarskólans hefur æft
óg stjórnað. Einnig hefur verið tekin
upp fiðlukennsla, og á skólinn 15 fiðl-
ur.
Einnig mætti nefna hér annað ný-
mæli, sem er nýtt hér á landi, en haust-
ið 1954 valdi skólinn sér svokallað
„vinaskip“, eins og títt er á Norður-
löndum. Skóli og skip skiptast á bréf-
um og smásendingum frá fjarlægum
löndum. í aðalatriðum hefur þetta
verið þannig í framkvæmd hjá Barna-
skóla Akureyrar og Hvassafelli, sem er
„vinaskip" skólans, að skipið hefur
gefið skólanum stórt og fagurt jólatré
fyrir hver jól, ásamt eplum, en skólinn
hefur aftur gefið skipverjum nokkrar
úrvalsbækur í bókasafn skipsins.
Þá mætti nefna, að fyrir nokkrum
árum stofnuðu kennarar skólans sjóð,
sem nefndist Náms- og utanfararsjóð-
ur kennara. Fimm kennarar hafa þeg-
ar notið styrks úr sjóði þessum. Fyrir
nokkru gaf bæjarstjórn Akureyrar
sjóðnum 10.000.00 kr. í tilefni 90 ára
afmælis skólans. Þá má nefna tvo aðra
sjóði, sem til hafa orðið á síðustu ár-
um. Það eru Minningarsjóður Soffíu
Stiefánsdóttur, hjúkrunarkonu, sem
hefur það hlutverk að gleðja og styrkja
fátæk börn á hverjum jólum og Minn-