Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 33
HEIMILI OG SKÓLI
77
ingarsjóður Unu Hjaltadóttur, sem
verðlaunar nokkur börn í 6. bekk fyrir
prúðmennsku og háttvísi á ári hverju.
Laugardaginn 13. maí hafði skólinn
boð inni í hátíðasal skólans fyrir kenn-
ara, bæjarráð, fræðsluráð og fleiri vini
og velunnara skólans. iÞar rakti skóla-
stjóri sögu stofnunarinnar í stórum
dráttum. Skólakórinn söng og Lúðra-
sveit drengja lék. Ræður fluttu:
Fræðslumálastjóri, Snorri Sigfússon,
fyrrv. námsstjóri, Stefán Jónsson,
námsstjóri, Magnús E. Guðjónsson,
bæjarstjóri, Brynjólfur Sveinsson, for-
maður fræðsluráðs, Þórarinn Björns-
son, skólameistari, Jóhann Frímann,
skólastjóri, Eiríkur Sigurðsson, skóla-
stjóri, séra Pétur Sigurgeirsson, séra
Birgir Snæbjörnsson, Magnús Péturs-
son, kennari og Ólafur Magnússon,
sundkennari. Um 100 manns sóttu
háfið.
Nú á 90 ára afmæli skólans eru 766
nemendur og 23 fastráðnir kennarar.
Til gamans
Svo árum skiptir hef ég reynt að gera þeim
blaðamönnum erfitt fyrir, sem hafa viljað
eiga viðtöl við mig. Einhverju sinni er ég var
á fyrirlestraferð bar svo við, að ungur sláni,
sem þóttist vera blaðamaður, drap á dyr á
hótelherbergi mínu. Eg var búinn að ákveða,
að henda stólnum mínum í hausinn á hon-
um, en áður en ég vissi af, var hann seztur
á hann.
Eg ákvað þá heldur en ekki neitt að stríða
honum dálítið.
Svo byrjaði hann: „Eigið þér systkini, herra
Twain?“
„Æ-já. Það var nú það. Já, þér spyrjið um
systkini. Eg átti bróður, sem hét William. Við
nefndum hann alltaf Bill. Vesalings, vesalings
Bill.“
„Hvað eigið þér við? Er hann dáinn?“
„Það veit, sannast að segja, enginn. Það
hefur alltaf verið óráðandi leyndardómur."
„Þé reigið þá við, að hann hafi horfið?“
„Ja, það má gjarnan komast svo að orði.
Við grófum hann.“
„Grófuð hann? Án þess að vita hvort hanti
var látinn?"
„O-nei-nei. — Hann var dáinn. En skiljið
þér — við vorum tvíburar — hann og ég. Við
vorum baðaðir í sama baðkerinu, þegar við
vorum nokkurra vikna gamlir. Annar okkar
drukknaði, en við vitum ekki hvor þeirra það
var. Sumir halda því fram, að það hafi verið
Bill, en aðrir, að það hafi verið ég.“
„Og hvað haldið þér sjálfur?"
„Eg vildi gefa aleigu mína til að fá að vita
það. Þessi hræðilegi leyndardómur hefur hvílt
eins og skuggi yfir öllu mínu lífi. En nú skal
ég segja yður leyndarmál, sem ég hef ekki
trúað nokkrum öðrum fyrir: Annar hafði sem
sé glöggt einkenni. Hann hafði stóran fæðing-
arblett á vinstri hönd — og það var ég. —
Og það var þetta barn, sem drukknaði."
Mark Twain.
Þegar við hjónin fluttum í nýja húsið okk-
ar, kom sonur nágrannans, sem hafði séð,
þegar flutningavagninn okkar kom, og spurði
hvar börnin okkar væru. Eg varð því miður
að hryggja hann með því, að við ættum engin
börn.
Nokkrum dögum seinna kom hann aftur
og hringdi dyrabjöllunni. „Eg er hérna með
dálítið handa y$ur,“ sagði hann íbygginn, én
feimnislegur um leið og hann rétti mér litla
bók.
„Nú eignast ég bráðum litla systur, og
mamma hefur gefið mér þessa litlu bók, en
hún segir frá því, hvaðan litlu börnin koma.
Mér dettur í hug, að þér og maðurinn yðar
vilduð kannske lesa hana.“
(Þýtt.