Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 40

Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 40
84 HEIMILI OG SKÓLI Ur skólaslitaræðu í heilræðavísum sínum segir Hall- grímur Pétursson: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra. En þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjózkast við að læra. Við eigum líka aðrar og eldri heil- o o ræðavísur á íslenzku, en þar á ég við hin 1000 ára gömlu hávamál, eða hluta þeirra. Hávamál eru lögð í munn hinum æðsta guði — Óðni sjálfum — svo að ekki er að undra þó að þar sé að finna hina dýpstu lífsspeki, sem höfundur þeirra þekkti. Auðvitað er sú speki, eins og öll önnur mannanna verk, barn síns tíma. Hún cr mótuð af þeim anda er rak norræna menn í víkinga- og ránsferðir suður um alla álfu. Hert í þeim innri eldi, sem rak sæfara þeirra til þess að velkjast vikum saman á höfum úti með stjömurnar einar að leiðarljósi — rak þá æ lengra vestur unz meginland Ameríku stöðvaði siglingar í þá átt. Það mætti því ætla, að hugarheim- ur og hugsanagangur kristins 17. ald- ar prests væri næsta ólíkur þeim and- ans heimi, er hinn heiðni víkingur lifði og hrærðist í. Og auðvitað hafa þeir ekki átt margt sameiginlegt. Einn er þó sá hlutur, sem þá grein- ir ekki á um og það er þörf vits og þekkingar ef farsællega á að takast til með siglinguna gegnum brim og boða mannlífsins. Höfundur notar þó nokkuð af ljóði sínu til þess að greina frá því hvernig Óðinn öðlast þekkingu á hinu ritaða orði og töframætti þess. Það væri rangt að halda því fram, að hinn alvísi Óð- inn hefði tekið það út með sitjandi sældinni að öðlast þennan visdóm. Til þess varð hann að hanga níu nætur í háu tré særður spjótssári. En erfiði þetta varð samt ekki ár- angurslaust, því að hann fann rúnir og ráðna stafi — mjög stóra stafi — mjög stinna stafi — er fáði fimbulþulur og gerðu ginregin. Eða eins og við, börn hraðans á tuttugustu öldinni mundum orða þessa sömu hugsun--------Óðinn varð læs. Sú kunnátta hefur kostað margt barnið erfiði og jafnvel tár, en ekki er hægt að segja, að hinn alvitri Óðinn hafi lagt minna á sig til þess að öðlast þann fróðleik. Það er sagt, að tímarnir breytist og mennirnir með. — En er það rétt? Er ekki maðurinn sá sami þrátt fyrir breytta tíma? Er það ekki eins og Örn Arnar segir í kvæðinu um Islands Hrafnistumenn: „En þótt tækjum sé breytt — þá er eðlið samt eitt“. Tækin — hin ytri aðstaða öll — breytast. En maðurinn, er hann ekki í eðli sínu hinn sami í dag og hann var fyrir 1000 árum? Er það ekki vegna þess, að maðurinn er hinn sami, að verja verður nú eins og þá mörgum árum af æsku hans til þess að búa hann undir störf fullorð-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.