Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 43

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 43
HEIMILI OG SKÓLI 87 Svona ólum vié son okkar upp. Faðir Johns. Þegar drengurinn okkar var aðeins þriggja ára, fór ég að kenna honum ýmis- legt, sem ég þóttist vita að kæmi honum vel síðar á ævinni. Eftir því sem ég bezt veit, hættir foreldrum oft til að velta allri uppfræðslu barna sinna yfir á skólana, þegar þeirra tími kemur. Ég held því fram, að við eigum að þyrja að kenna börnunum heima, áður en þau fara í skólann, og halda því svo áfram öll skólaárin. Jón er nú imgur maður, 24 ára gamall. Þegar hann lauk háskólanámi í vor, fékk hann þegar stöðu í verkfræðingafyrirtæki. Honum líkar starfið vel og gengur allt að óskum. Við hjónin höfum alltaf trúað því, að bezti grundvöllur alls náms sé sjálfstraustið, og að það sé hægt að efla það og treysta með því að kenna börnunum að nota hendurn- ar á réttan hátt. Jón var aðeins þriggja ára, er ég tók fyrstu tímana með honum. Við settumst báðir á gólfið og fórum að byggja úr kubbunum hans. Hann sagði til um, hvað við ættum að byggja. En ég leit eftir að veggirnir væru rétt hlaðnir, húshornin nokkurn veginn rétthyrnd, og þakið rétt lagt á. Ég reyndi að kenna Jóni að nota fingurna rétt. Hálfu ári síðar sýndi ég honum fyrstu smíðaáhöldin. Ég hafði þá trú, að ýmiskonar áhöld og tæki æfðu bæði hönd og hug. Með áhöld í hendinni lærir maður að skerpa athyglina og greina á milli orsaka og afleiðinga, jafn- framt þroskast hæfileikinn til að vinna markvisst og af þolinmæði. Ég bað Jón að hjálpa mér að smyrja læsinguna á útidyrahurðinni. í fyrstu var hlutverk hans það eitt, að rétta mér á- höldin, en seinna spurði ég hann hvernig hann héldi að auðveldast væri að ná læs- ingunni úr hurðinni. Hann kom með til- lögu, sem ég reyndi að framkvæma til að sýna honum að það væri ekki hægt. Svo hugsuðum við ráð okkar og gerðum nýja tilraun. En allt í einu ljómaði andlit Jóns eins og ofurlítil sól. Hann hafði fundið réttu aðferðina. Við höfðum hinn sama hátt á, þegar við þurftum seinna að hreinsa vatnslás, fram- kvæma smáviðgerð á saumavél eða ein- hverju leikfangi. Hvaða áhöld áttum við nú að nota? Hvernig áttum við að fara að þessu? Þegar Jóni uxu kraftar, hvatti ég hann til að reyna sjálfur, og þegar hann var fimm ára, gat hann framkvæmt smá- lagfæringar innanhúss. Ég sagði t. d. við hann: „Tappinn í þvottaskálinni hefur losnað frá festinni.“ Hann brá skjótt við og sótti áhöld, sem við áttu og eftir litla stund kom hann aftur og sagði: „Jæja, þá er þetta í lagi!“ Mörgum vinum mínum þótti þetta nokkuð fjarstæðukennd hugmynd, að ætla að kenna litlum dreng hagnýta vinnu, þegar allar líkur bentu til að hann myndi seinna vinna fyrir sér með andlegri kunn- áttu. En ég sat fastur við minn keip, og þegar Jón fékk stöðu í vor, var það ekki aðeins vegna bóklegs lærdóms, heldur einnig vegna þess, að hann bar gott skyn á hið hagnýta starf. Nokkrir bekkjarfélag- ar hans, sem voru mun gáfaðri en hann á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.