Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 44
88
HEIMILI OG SKÓLI
margan hátt, áttu erfiðara með að bjarga
sér.
Þegar Jón óx upp úr bernsku sinni og
fór að spyrja: „Hvemig verkar þetta?“
svaraði ég honum alltaf með annarri
spurningu: „Hvernig heldur þú, að það
verki?“ Jón varð auðvitað himinlifandi
glaður, og meðan ég horfði á og lærði
einnig, skrúfaði hann kannske sundur
garðsláttuvélina, allskonar heimilistæki
innanhúss o. fl. Og nú kann hann að gera
við allt mögulegt á heimilinu, t. d. bílinn
okkar. Hann skrúfar stundum smærri
hluti frá og athugar nákvæmlega hvert
hlutverk þeirra er hvers um sig og í heild,
vegna þessarar æfingar frá blautu barns-
beini, er hann ekki ánægður fyrr en hann
veit orsakir til hinna margbreytilegu fyr-
irbæra daglegs lífs.
Áður en Jón hafði lært að tala, var hann
farinn að hamra á ritvélina mína. í margar
vikur fyllti hann hverja örkina á fætur
annarri með bókstöfum, sem stóðu á víð
og dreif um blaðsíðurnar án noktkurs sam-
hengis. En dag nokkurn tók ég eftir því,
að hann hafði skrifað orðið „heitt“ marg-
sinnis.
í leit sinni að orðum, sem hann gat
skrifað, hafði hann einu sinni numið stað-
ar við vatnskranann í baðherberginu og
fann þá einn og einn bókstaf á ritvélinni
og samdi þannig sitt fyrsta bókmennta-
verk. Með hjálp ritvélarinnar lærði hann
fljótt að stafa.
Við foreldrar hans hvöttum hann alltaf
til að reyna af fremsta megni að finna
svar við spurningunni: Hvers vegna? —
Fyrst spurðum við hvað honum sýndist,
og ef hvorki hann né við gátum gefið við-
unandi svar, leituðum við þess í handbók-
um eða hjá sérfræðingum. Einhverju
sinni tók ég hann með mér á bifreiða-
vinnustofu, til þess að hann gæti fengið
svör við ýmsum spurningum varðandi bif-
reiðir.
Frá því að Jón var lítill drengur, hef
ég reynt að gera ýmsar reglur og kenning-
ar svo lifandi, að hann gerði sér eins kon-
ar mynd af þeim í huganum. Einu sinni
spurði hann mig hvers vegna stálskip
sykkju ekki, þegar stálbútur gerði það.
Eg reyndi að skýra þetta fyrir honum, en
hann sá það ekki fyrir sér. Þegar Jón lét
smáskipin sín sigla í baðkerinu nokkrum
dögum síðar, sótti ég bréfapressu og skál
og sýndi honum að bréfapressan sökk, en
skálin, sem var mun þyngri, flaut á vatn-
inu. Þá gat Jón allt í einu séð lögmálið og
litlu síðar heyrði ég hann útskýra þetta
fyrir fullorðnum manni, sem aldrei hafði
gert sér grein fyrir þessu fyrirbrigði.
Þegar Jón kom heim með fyrstu landa-
fræðina sína, ákvað ég að sýna honum
heiminn í heild. Við keyptum því hnatt-
líkan og komum því fyrir í herbergi hans.
Þarna fylgdumst við með ferðum Kólum-
busar og Marko Pólusar og fundum löndin,
sem Jón átti að lesa um í landafræði
sinni. Litlu síðar fór hann að bjóða skóla-
félögum sínum heim með sér, svo að þeir
gætu einnig ferðazt með honum um allan
hnöttinn. En um leið og Jón gaf af sinni
ungu vizku, jók hann við þekkingu sína
og félaga sinna. En nú datt mér í hug að
hin nýja þekking Jóns þyrfti að tengjast
við það, sem var nær og miklu smærra.
Mér þótti sem slík leið myndi auka hug-
myndaflug hans og ímyndunarafl. Ég náði
því í gamla smásjá. Síðan settum við smá-
bjöllur, jurtablöð, smásteina, blóm o. fl.,
sem Jón kom heim með, undir smásjána,
og nú opnaðist nýr og furðulegur heimur
fyrir drengnum og okkur öllum.
„En kostar allt þetta þá ekki geysilega