Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 47
HEIMILI OG SKOLI
91
Eftir ANN LANDERS.
Á bak við vandamálið standa oft-
ast nokkrir óskynsamir foreldrar,
sem hyggjast kenna börnum sínum
að ganga áður en þau læna að
skríða. . . . Vinsæll bréfakassarit-
stjóri gefur hér nokkur góð ráð. ...
Kæra Anna Landers! Þér hljótið að
vera piparmey, líklega með æðakölk-
un eða eitthvað þess háttar. Við erum
tvær 13 ára stúlkur. Okkur hafa þótt
ráðleggingar yðar góðar, en nú þykir
okkur það ekki lengur. — Þér skrifið,
að stúlkur á okkar aldri eigi ekki að
sækja dansleiki. Hvað ættu þær annars
að gera? Aka um göturnar í barna-
vagni? Síðan í fyrra höfum við verið á
mörgum dansleikjum, og önnur okkar
hefur eignazt vin, sem hún er alltaf
með. Okkur þykir sem þér séuð þröng-
sýn, gömu'I kerling. Við erurn engin
pelabörn. Við erum nefnilega báðar
vel uppaldar og vitum hvernig við
eigum að hegða okkur. Við þorum að
veðja, að þér þorið ekki að birta þetta
bréf. (undirskrift): Tvær, sem fyrirlíta
Önnu Landers.
Ég birti bréfið og sagði þessum
ungu bréfriturum, að ég kynni mjög
vel að meta hæversku þeirra, sem bæri
vott um gott uppeldi. Þessi bréfaskipti
leiddu af sér mörg önnur bréf frá 13
ára unglingum (Teenagera, táning-
um) og hundruð af bréfum frá mæðr-
um, sem sögðu mér, að ég skyldi gera
hreint fyrir mínum eigin bæjardyrum,
þær gætu alið dætur sínar upp án
minnar hjálpar.
Ein móðirin skrifaði: „Þér getið þó
ekki neitað því, að allar aðstæður eru
aðrar en áður fyrr, þegar þér voruð á
unglingsaldri. í dag er 13 ára stúlka
reynd, ung kona. Dóttir mín 13 ára
veit meira en ég, þegar ég var 19 ára!
Þessi móðir hefur nokkuð til síns
máls. Aðstæðurnar eru sannarlega
aðrar. I dag lenda miklu fleiri drengir
og stúlkur í árekstrum, og verri á-
rekstrum miklu fyrr en áður, og það
kemur ekki nema að litlu leyti til af
því, að þeir eru íleiri.
Það er ekki hægt að fullyrða neitt
um það, en á bak við þá afstöðu, sem
ríkir í dag, liggur það sjónarmið, að
við verðum að „njóta lífsins“ á meðan
við höfum það, því að það sé alls ekki
víst, að við lifum morgundaginn. Og
allt of margir unglingar líta svo á, að
„njóta Mfsins" sé sama og ótímabær
áhugi fyrir hinu kyninu, tóbaksreyk-
ingar, drykkjuskapur, jafnvel kynferð-
isleg samskipti. Afleiðingin verður svo
ótímabær hjónabönd og — hjónaskiln-
aður. — Þegar ég var í Rússlandi árið
1939, spurði ég rektor einn, sem var
kona, hvernig henni tækist að gera
skólameyjar sínar áhugasamar fyrir
náminu. (í Sovétríkjunum eru það
konurnar, sem hafa hlotið 75% af öll-
um doktorsnafnbótum). í okkar