Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 11

Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 11
nefnd í júníbyrjun 1972 til þess að endur- skoða frumvörpin. Við Andri Isaksson átt- um sæti í báðum nefndunum, en aðrir í síð- ari nefndinni voru Ingólfur A. Þorkelsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík, Kristján Ingólfsson, kennari við barna- og unglingaskólann á Hallormsstað og Páll Líndal, borgarlögmaður, formaður Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga. Skömmu eftir að nefndin hóf störf, birti hún svofellda auglýsingu í fjölmiðlum: „Grunnskólafrumvarp og frumvarp til laga um skólakerfi eru í endurskoðun eins og skýrt hefur verið frá. Þau samtök eða einstaklingar, sem kynnu að vilja gera breytingartillögur við frumvörpin meðan þau eru í endurskoðun, sendi tillögur sín- ar skriflega til grunnskólanefndar, mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 20. ágúst n.k. Frumvörpin fást í ráðuneytinu. Grunnskólanefnd, 18. júlí 1972.“ Nokkrir urðu við þessum tilmælum eins og getið er í greinargerð grunnskólafrum- varpsins. Þar er einnig birtur úrdráttur úr tillögunum og þeim umsögnum, sem áður höfðu borizt. Þegar nefndin hafði lokið endurskoðun framvarpanna og þau lágu fyrir fullprent- uð 18. desember síðastliðinn, var ætlun ráðherra að leggja þau fyrir Alþingi þá þegar, en vegna annríkis þings og stjórnar við afgreiðslu fjárlaga og efnahagsmála taldi hann réttara að bíða unz jólahléi Al- þingis lyki. Aftur á móti fengu þingmenn frumvörpin afhent, svo að þeir gætu kynnt sér þau. Einnig voru framvörpin send skólanefndum, sveitarstjórnum, skólastjór- um, kennurum o. fl. til kynningar og eftir- greindum 44 aðilum voru þau send til um- sagnar: 1. Alþýðusambandi íslands. 2. Bandalagi háskólamanna. 3. Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. 4. Barnaverndarráði íslands. 5. Búnaðarfélagi Islands. 6. Félagi háskólamenntaðra kennara. 7. Félagi menntaskólakennara. 8. Félagi ísl. sálfræðinga. 9. Félagi skólastjóra gagnfræðastigsins. 10. Háskólaráði. 11. Húsmæðrakennaraskóla Islands. 12. Iþróttasambandi Islands. 13. íþróttakennaraskóla íslands. 14. Kennarafélagi Kennaraháskóla íslands. 15. Kennaraháskóla íslands. 16. Kirkjuráðr Þjóðkirkjunnar. 17. Kvenfélagasambandi Islands. 18. Kvenréttindafélagi Islands. 19. Landshlutasamtökum sveitarfélaga. 20. Landssamb. framhaldsskólakennara. 21. Landssambandi iðnaðarmanna. 22. Landssambandi ísl. menntaskólanema. 23. Menntaskólanum á Akureyri. 24. Menntaskólanum við Hamrahlíð. 25. Menntaskólanum á ísafirði. 26. Menntaskólanum að Laugarvatni. 27. Menntaskólanum í Reykjavík. 28. Menntaskólanum við Tjörnina. 29. Myndlista- og handíðaskólanum. 30. Sambandi íslenzkra barnakennara. 31. Samb. ísl. námsmanna erlendis. 32. Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. 33. Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. 34. Samtökum íslenzkra kennaranema. 35. Skólastjórafélagi íslands. 36. Stéttarsambandi bænda. 37. Stórstúku íslands. 38. Stúdentaráði Háskóla íslands. HEIMILI OG SKÓLI — 3

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.