Heimili og skóli - 01.03.1973, Qupperneq 13

Heimili og skóli - 01.03.1973, Qupperneq 13
Ég lýsti því þegar yfir, að nefndarmenn væru reiðubúnir að halda annan fund á Sel- fossi að kvöldlagi eða á sunnudegi, ef þessi fundartími væri óhentugur. Síðan hófst hinn boðaði fundur og var fjölsóttur og íór vel fram. Síðar var auglýstur fundur hinn 26. febrúar klukkan hálf níu að kvöldi í sömu húsakynnum, Selfossbíói. Þann fund sóttu tólf heimamenn. Þrátt fyrir fámenni var fundurinn haldinn og fór mjög vel fram og umræður fróðlegar og efnislegar. Þess ber að geta um alla fundina, að þangað komu menn greinilega með því hug- arfari, að kryfja málin til mergjar og fá svör við því, sem þeim þótti óljóst eða virt- ust ekki full rök fyrir. Skoðanaágreiningur var um margt, ekki sízt lengingu skólaskyld- unnar um eitt ár og lengd árlegs skólatíma. Þó virðist mér eftir fundahald þetta, að meirihluti manna muni telja hvort tveggja nauðsyn, ef þjóðin eigi ekki að skiptast í mismenntaða hópa vegna ójafnrar mennt- unaraðstöðu. Greinilegt er, að tvenns konar öfl togast á í þessu efni: annars vegar löng- un manna og þörf til þess að halda ungl- ingunum heima og við störf í atvinnulífinu, og hins vegar óttinn við, að þeir missi með því móti af menntun, sem þéttbýlisnemend- ur fá og glati tækifærum til framhalds- menntunar og betri starfsundirbúnings. Meginstefna skólafrumvarpanna er að jafna aðstöðu þéttbýlis- og dreifbýlisnem- enda til menntunar, og engum dettur í hug, að það eigi að gera með því að draga úr menntunaraðstöðunni, þar sem hún nú er bezt. Það er liðin tíð, að almennt verði komizt af með örstutt nám. Þjóðfélagið iðn- og tæknivæðist óðfluga og næstum öll störf krefjast meiri og meiri verkkunnáttu og sérþekkingar. Ef mönnum eiga ekki að vera alltof þröngar skorður settar á vinnu- markaðinum, þarf síaukna þekkingu. Meira að segja blasir við, að um sífellda endur- og viðbótarmenntun þarf að vera að ræða vegna örrar þróunar eða breytinga í vel- flestum starfsgreinum. Það er því mikill ábyrgðarhluti að láta undir höfuð leggjast að veita ungu fólki þá menntun, bóklega og verklega, sem veiti því það sjálfstraust og öryggi, sem fylgir því að vita sig kunna til þeirra verka, sem hugurinn beinist að og við er fengizt. Yið lok skyldunáms, eins og það er nú, eru menn næsta illa búnir undir hvort tveggja: frekara nám eða önnur störf. Næstum enginn framhaldsskóli tekur við nemendum með unglingaprófið eitt að veg- arnesti og atvinnumöguleikar eru sáralitl- ir, enda fara um 82% nemenda í einhvers- konar viðbótarnám. En 15—18% nemenda eru næstum úr leik, ef þeir hyggja á fram- haldsnám síðar, svo mikla gjá þarf að brjót- ast yfir. Aukin skólaskylda eru fyrst og fremst réttindi nemandans, sem hætt er við, að ekki allir notfæri sér af sjálfsdáðum, en iðrist þess um seinan. Hin aukna skóla- skylda á að vinna gegn því, að þjóðin klofni í mismenntaðar einingar eftir búsetu. Auk- in skólaskylda eru aukin réttindi ungu fólki til handa, en hvorki kvöð né kvöl, og hún á að vera trygging þjóðfélagsins fyrir sam- hentari, starfhæfari og starfsglaðari þjóð. Lagarammi sá, sem skapast myndi við samþykkt frumvarpanna, á að tryggja betra og fjölbreyttara skólahald, og ég vil minna á, að hverju er stefnt, með því að birta hér markmiðsgrein grunnskólafrumvarpsins: „Hlutverk grunnskólans er, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sí- felldri þróun. Starfshættir skólans skulu því HEIMILI OG SKÓLI — 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.