Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 18

Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 18
Hvað sögðu alþingismenn um skólafrumvörpin? Mánudaginn 26. febrúar sl. hófst fyrsta umrœða í neðri deild Alþingis um skólafrumvörpin tvö, Fruinvarp til laga um skólakerfi og Frumvarp lil laga um grunnskóla. Menntamálaráðherra, Magnús T. Ólafsson, fylgdi þeim úr hlaði með ítarlegri og greinargóðri rceðu. Hér á eftir fara sýnishorn af ræð- um nokkurra alþingismanna, sem tóku til máls við 1. umrœðu, en eigi vannst tími til þess að Ijúka umræðum á fyrsta degi, svo að frumvöripn voru enn tekin til meðferðar 28. febrúar og 1. marz. Umræður allar voru mjög málefnalegar og hafa alþingismenn greinilega gert sér far um að kynna sér innihald frumvarpanna sem bezt. MAGNÚS T. ÓLAFSSON, menntamálaráðherra: Brúa verður bilið milli undirstöðu- menntunar og framhaldsmenntunar. Frv. þessi eiga, ef að lögum verða, að leysa af hólmi 1. nr. 22 frá 1946, um skóla- 10 — HEIMILI OG SKÓLI kerfi og fræðsluskyldu, lög nr. 34 frá 1946, um fræðslu barna og lög nr. 48 frá 1946, um gagnfræðanám. Fræðslulögin frá 1946 voru umdeild á sínum tíma, en nú mun leit- un á manni, sem vefengir, að þau hafi ver- ið mikið framfaraspor frá því, sem áður var. Mest munaði um, að nemendum úti á landsbyggðinni greiddist leiðin til fram- haldsnáms. En hinu er ekki að leyna, að enn í dag skortir á, að fræðslul. frá 1946 séu komin til framkvæmda í sumum byggð- arlögum, rúmum aldarfjórðungi eftir að þau voru sett. Þar að auki hefur fræðslu- þörfin breytzt á þessu tímabili. Þegar fræðslul. voru sett í lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari, var einkum um það hugsað að greiða unglingum leiðina til framhalds- náms í menntaskóla. Síðan hefur það tvennt gerzt, að þessi einhliða áherzla á mennta- skólanám hefur valdið vaxandi misræmi í framhaldsskólakerfinu og aðrir framhalds- skólar hafa flestir þyngt verulega inntöku- skilyrðin. Síðara atriðið er óhjákvæmilegur fylgí- fiskur örrar tækniþróunar og vaxandi sér- hæfingar. Skólar, sem veita hvers konar

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.