Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 26

Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 26
Það er hverjum manni hollt og lífsnauð- synlegt að hafa náin kynni af atvinnulífi þjóðar sinnar frá bernsku og æsku. Við lærum fyrir lífið, en ekki skólann, hefur oft verið sagt. Satt er það, að menn mega ekki gerast skólaþrælar, en góður skóla- þegn er sæmdarheiti á hverjum manni. KARVEL PÁLMASON, alþingismaður: Ég er mjög efins um það, að árleg lenging skólatímans í 9 mánuði stefni í rétta átt. Lenging skólaskyldu er, að því er ég bezt fæ séð, fyrst og fremst studd þeim rökum, að hingað til hafi um 82% nemenda á aldr- inum 15—16 ára, þ. e. a. s. eftir að núver- andi skólaskyldu lýkur, haldið áfram námi. í mínum huga eru þetta ekki nægilega sterk rök til þess, að nú eigi að lengja skóla- skyldu um eitt ár. Eg held nefnilega, að stór hluti þessara 82% nemenda haldi ekki áfram námi vegna námslöngunar, heldur vegna hins, og þar komum við aftur að hinni rómantísku hlið málsins, sem hv. 8. landsk. þm. talaði um, að hér á þéttbýlis- svæðinu er í langflestum tilfellum ekki í annað hús að venda fyrir þennan aldurs- flokk en að fara í 3. bekk gagnfræðastigs- ins. Þessu er oft á annan veg farið í dreif- býlinu. Þar eru unglingar á þessu aldurs- skeiði í miklu meiri og nánari tengslum við atvinnulífið. Og þá kem ég að síðara atriðinu, þ. e. lengingu árlegs skólatíma. Eg er einnig mjög efins um það, að árleg lenging skóla- tíma í 9 mánuði stefni í rétta átt. Eg held, 18 — HEIMILI OG SKÓLI að það sé enginn vafi á því, að slíkt orkar enn meira til aukins námsleiða. Þó að nám sé að mínu mati gott og nauðsynlegt, er hitt eigi síður nauðsyn, að hver og einn eigi þess kost að vera í sem nánustum tengslum við það umhverfi, sem hann lifir og hrær- ist í, ekki þó sízt atvinnulífið í hinum ýmsu myndum þess. Niðurstaða mín um þessi tvö atriði, þ. e. lengingu skólaskyldunnar um eitt ár og ár- lega lengingu skólahaldsins, er því nei- kvæð. En hvað sem þessu líður, er rétt að hafa í huga, að löggjöfin sem slík sker ekki úr um það, hvernig til tekst. Það fer fyrst og fremst eftir því, hvernig til tekst hjá þeim, sem koma til með að framkvæma lög- gjöfina, framkvæma starfið. BJÖRN PÁLSSON, alþingismaður: Það þurfa allir að fá undirbúnings- menntun, en svo á að lofa þeim að fara að leita að því starfi, sem þeir hafa mesta ánægju af. Þess er skilyrðislaust krafizt, að börnin séu í skóla, skilst mér, eða þá í viðurkennd- um einkaskólum. En þau geta lært heima hjá sér. I sveitinni t. d. geta foreldrar í mörgum tilfellum kennt bömunum heima. Það er miklu hagkvæmara nám fyrir ungu börnin en að vera í fjölmennum skólum. Svo á vitanlega að gera kröfur til, að þau taki próf. Til hvers á að vera að neyða fólk til þess að láta börn í 9 mánaða skóla, eí þess gerist ekki þörf? Það er auk þess orð- ið þannig með fólkshald í sveitinni, að ó- gerlegt er fyrir bændur að búa, ef ungling-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.