Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 37

Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 37
upplestur á hverju skólaári, en námsárang- ur og námsmat framkvæmt jafnóðum og skólinn starfar, eftir því sem miðar hverju sinni. 4. Aukin ráðgjafa- og sálfræðiþjónusta verði möguleg í sem flestum skólahverfum og að hægt verði að veita afbrigðilegum börnum sérstaka og viðeigandi aðstoð nógu suemma. 5. Að skólabókasöfn verði stærri þáttur í kennsluformi en verið hefur, og þar geti nemendur unnið að sérstöku verkefni og sótt þangað fróðleik um fleira en krafizt er í námsskrá. 6. Reynt er í frumvarpinu að jafna að- stöðu til náms í dreifbýli og þéttbýli. Helztu annmarkar á hinu nýja grunn- skó^afrumvarpi, að mínum dómi, eru: 1. Oæskileg lenging skólaársins í níu mánaða skólagöngu. Veldur námsleiða og slítur börn og unglinga frá verklegri þjálf- un við atvinnuvegina. Okkur er þörf á verk- lega menntuðu fólki í mjög auknum mæli í nánustu framtíð, og þess vegna þurfa ungl- ingar að kynnast vinnu jafnhliða námi. 2. Skólaskylda níunda námsárs er vara- söm, en fræðsluskylda nauðsynleg. Sumir einstaklingar bíða tjón af því að vera skil- yrðis^aust settir á skólabekk svo mörg ár, væru því betur komnir á vinnumarkað, en hins vegar æskilegt að fræðs^uskylda sé, svo allir er vilja eigi kost á menntun að ákveðnu marki. Má benda á reynslu nágrannaþjóða í þessu efni, þar sem þetta er vandamál. 3. Varast ber að gera fræðslumálin svo dýr í framkvæmd og kröfurnar svo miklar, að það verki öfugt fyrir einstaklinga og sveitarfélög, og verði til að draga úr nauð- synlegum lagfæringum og endurbótum til framfara. Sýnist mér, að sumir þættir frumvarps- ins verði til þess að auka svo kostnað, að menn haldi að sér höndum að framkvæma það nauðsynlegasta. HEIMILI OG SKÓLI — 29

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.