Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 39
FORELDRAÞÁTTIJR
V orskólinn
A Akureyri og víðar hefur skapazt sú
venja að kalla allan 7 ára ágang barna á
stutt vornámskeið árlega. Yornámskeiðin
eru fyrst og fremst hugsuð sem tími aðlög-
unar og gagnkvæmra kynna milli barnsins
og skólans, sem nú kemur til með að grípa
svo mjög inn í líf 'þess á komandi árum.
í vor, eða eftir rúmlega einn mánuð,
munu 250 börn hefja skólagöngu við
barnaskólana á Akureyri. Eitt er þeim öll-
um sameiginlegt, að vera fædd á árinu
1966, en að öðru leyti eru þau ólík að
þroska og reynslu, að útliti og vexti.
Skólinn býður öll þessi börn velkomin
og mun fyrir sitt leyti leitast við að gera
þeim skólagönguna sem ánægjulegasta og
heilladrýgsta.
Að byrja í skóla í fyrsta sinn er vissulega
spennandi og nýtt ævintýri í augum barns-
ins, þótt kannski sé það stundum blandið
einhverjum óljósum eða leyndum kvíða.
Það er því mikils um vert með hvers kon-
ar hugarfari barnið kemur í skólann. Barn-
ið verður að vera ánægt með skólann, til
þess að árangur verði af skólagöngunni.
Hér geta foreldrar vissulega rétt hjálpar-
hönd með því að ræða við barnið, vinsam-
lega um skólann og það, sem skeður í skól-
anum.
Af öðrum atriðum, sem ég vil benda for-
eldrum á, má nefna þessi:
Sjá um, að barnið fái nægan svefn og
hvíld, hafi rúman tíma til að klæða sig á
morgnana og borði vel áður en það fer í
skólann. Foreldrar tala oft um lystarleysi
barna sinna á morgnana. Meginástæðu tel
ég vera þá, að barnið hefur ekki fengið
nægilegan svefn. Nauðsynlegt er að fylgjast
vel með háttatíma barnsins á kvöldin og
hafa hann reglubundinn.
Gæta þess, að barnið komi í hentugum
og þægilegum fötum í skólann. Hafi með
sér vasaklút og kunni að nota hann. Kunni
að klæða sig úr og í yfirhafnir og hengja
þær laglega upp. Kunni að binda skóreimar
og sé einfært um að fara á klósett. Nauð-
synlegt er, að hlífðarföt og skór séu vel auð-
kennd.
Kenna barninu að gera grein fyrir heiti
sínu, afmælisdegi, heimilisfangi, nöfnum
foreldra, símanúmeri og þar fram eftir göt-
unum. Fyrstu viðfangsefni barnsins í skól-
anum hljóta ávallt að vera bundin nánasta
umhverfi þess, heimilinu, sem það þekkir
bezt.
Eg hef ávallt haft mikla ánægju af að
kenna í byrjendabekkjum. Allt frá fyrsta
skóladegi, þegar sjá má einstakt tár blika
á brá, og til síðasta kennsludags eru ávallt
ný og skemmtileg viðfangsefni að koma fyr-
ir. Skólinn er orðinn að veruleika í huga
barnsins.
Gleðilegt sumar. V. H.
HEIMILI OG SKÓLI — 31