Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 44
hjálpa nemendum til máls án þess að leggja
þeim orð í munn. Þeir gætu ef til vill dreg-
ið úr kröfum sínum um utanbókarlærð
þekkingaratriði, en lagt þeim mun meiri
áherzlu á, að nemendur glími sjálfir við
að orða viðhorf sín og skilning á viðfangs-
efnum námsins. Samtöl og umræður eru
grundvöllur þess, að slíkt takist.
4. Kennarar ættu að líta á það sem eitt
af grundvallaratriðum kennslu, sem stefn-
ir að vitrænum þroska, að hvetja nemendur
til að íhuga mállega framsetningu viðfangs-
efna, þ. e. hvers vegna skilgreiningar,
fræðisetningar, skýrslur um vísindalegar
athuganir o. s. frv. eru orðaðar með til-
teknum hætti.
5. Imyndanir og (óraunhæf) heilabrot
skulu eiga sinn sess í munnlegri málþjálf-
unnemenda.
6. Kennarar ættu að reyna að sneiða sem
mest hjá aðstæðum, sem gera málnotkun
óþarflega hátíðlega og formfasta og spurn-
ingaform þröngt og einhliða. Þeir ættu sem
mest að reyna að skapa þær aðstæður í
kennslunni, að þeir geti beint tali sínu að
litlum hópum eða einstökum nemendum,
því að þannig fá þeir máli sínu meira svig-
rúm, það verður óþvingaðra og persónu-
legra og orkar dýpra á hug og mál nem-
enda. Nauðsynlegt er, að kennarar geri til-
raunir með mismunandi spurningaform og
leiti þannig að formum, sem leiði til fyllri
og áhugaverðari svara en önnur.
Vissulega mun aukið frjálsræði nemenda
til munnlegrar tjáningar í kennslustundum
hafa ýmis vandamál í för með sér. Kenn-
arar verða að átta sig á þeim vandamálum
og finna leiðir til að sigrast á þeim.
Skrifleg málnotkun
Alkunnugt er, að margir nemendur eiga
oft erfitt með að gera ritverkefnum nokkur
skil, og flestir eða allir kennarar kannast
við viðkvæði eins og: „Eg veit ekki, hvað
ég á að skrifa,“ „ég get ekki skrifað rit-
gerð,“ o. s. frv. Að nokkru leyti er orsök
þessa sá munur, sem óhjákvæmilega er á
töluðu máli og rituðu, og sá vandi, sem því
fylgir að skipta frá fyrrnefnda tjáningar-
forminu til hins síðarnefnda. Oft eru ritefni
nemenda óheppilega valin, t. d. fróðleiks-
efni, sem nemendum er gert að skrifa um
án þess að þeir sjái, að nokkur muni nýta
þann fróðleik, sem þeir reyna að miðla með
þessum hætti. Slík verkefni hafa engu hlut-
verki að gegna í augum nemenda, þau eru
sambandslaus við umheiminn og þess vegna
tilgangslaus, auk þess sem þau gefa nem-
endum lítinn kost á að tjá með persónuleg-
um hætti eigin hugmyndir og viðhorf. Nem-
endum gefst sjaldan raunverulegt tækifæri
til að tjá í fullri alvöru í riti eitthvað, sem
þeir vildu gjarnan segja og sem þeir telja,
að eigi erindi til annarra. Á þessu gætu
kennarar ef til vill ráðið nokkra bót með
eftirfarandi leiðum:
1. Með því að sjá svo um, að skrifleg
fræðsluverkefni séu í eðlilegum og rökleg-
um tengslum við námið hverju sinni, þann-
ig að þörfin að leysa þau af hendi sé ósvik-
in og augljós. Sem dæmi má nefna skrif-
lega skýrslu, sem nemandi gefur um athug-
un eða tilraun í eðlis- og efnafræði, sem
honum hefur verið falið að gera og síðan
er lesin og rædd í bekknum. Efni slíkrar
skýrslu verður þannig framlag þessa nem-
anda til náms bekkjarins í heild, hann hef-
ur því vísa áheyrendur og sér beinan til-
gang með ritsmíð sinni. Umræður um slík
36 — HEIMILI OG SKÓLI