Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 45
verkefni, áður en ritað er um þau, gera al-
mennt miðlunargildi þeirra enn augljósara.
2. Með því að sýna persónulegum tján-
ingarhætti nemenda áhuga og urnburðar-
lyndi, þótt honum kunni að vera ábótavant
frá málfræðilegu eða stílfræðilegu sjónar-
miði, og með því að örva nemendur til að
tjá athuganir sínar, hugmyndir og niður-
stöður á sem fjölbreytilegastan hátt.
3. Með því að ræða við nemendur um
formfestu í riti af ýmsu tagi (t. d. við ým-
iss konar skýrslugerðir, skilgreiningar o. s.
frv.) og leyfa þeim að spreyta sig á að
móta sjálfir slík ritform.
4. Með því að vara nemendur við að
nota um of venjubundið orðalag og stein-
runnin orðasambönd og hvetja þá jafnframt
til að reyna að velja það orðalag, sem bezt
hentar hverju sinni efni og aðstæðum.
5. Með því að gefa nemendum jafnan
nægilegt úrval ritefna og jafnframt að
stuðla að frumkvæði þeirra við verkefna-
val.
6. Með því að gefa nemendum kost á að
ná til áheyrenda eða lesenda með ritsmíð-
um sínum og þá ekki aðeins innan hekkj-
arins, hehlur á víðara vettvangi.
7. Með því að einskorða ekki ritmennsku
nemenda við venjulegar tímaritgerðir og
heimaritgerðir, heldur leita eftir aukinni
fjölbreytni, t. d. í samvinnu nemenda um
verkefni.
Af þessum hugmyndum má ráða, að
skrifleg málnotkun nemenda krefst fremur
athygli og áhuga af kennurum en einkunna.
Ef nemendur finna, að kennsla og athygli
kennarans beinist aðallega að réttritun,
greinarmerkjasetningu, „réttu“ máli og
öðrum formsatriðum, munu þeir venjast á
að líta á sjálft ritstarfið og efni og boð-
skap hins ritaða orðs sem minniháttar atr-
iði. Ef aftur á móti ritsmíðar þeirra hljóta
áheyrn og eftirtekt, ekki aðeins kennarans,
heldur einnig skólafélaganna og jafnvel
fleiri, en þess að vænta, að þróist með þeim
áhugi og vilji að bæta form ritsmíða sinna
og framsetningu.
Nauðsynlegt er að æfa nemendur í að
skrifa minnisgreinar sjálfstætt og með eig-
in orðum. Mjög hæpið er að láta nemend-
ur skrifa mikið hjá sér minnisgreinar eftir
upplestri, þar sem hugsun og sjálfstæð
vinnubrögð koma þar ekki við sögu.
Lestur
Mikilvægt er að sjá nemendum fyrir góð-
um bókakosti og leiðbeina þeim um bóka-
val. Bækur eru góðir kennarar, af þeim
geta nemendur aukið drjúgum við skóla-
nám sitt, þar finna þeir og kynnast marg-
víslegum umræðuformum og notkun þeirra.
Venjuleg kennslubók getur tæplega upp-
fyllt slíkar kröfur, jafnvel þótt vel skrifuð
sé, hvað þá þær, sem síðri eru. Oft virðast
kennslubækur fremur ætlaðar kennurum
en nemendum, og ber þá mál þeirra lítið
vitni um skilning á málvanda nemenda
gagnvart nýju efni.
Eftirfarandi hugmyndir gætu ef til vill
komið hér að gagni:
1. Nemendur ættu að eiga greiðan að-
gang að hvers konar lesefni, sem varðar
námsefni þeirra, alfræðibókum, orðabók-
um, dagblöðum, blaðaúrklippum, tímarit-
um, skýrslum, ævisögum o. s. frv.
2. Þeir ættu að eiga þess kost að kynn-
ast mismunandi viðhorfum og framsetningu
ýmissa höfunda um sama efni.
3. Kennslubækur ætti ekki að skoða sem
HEIMILI OG SKÓLI — 37