Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 48

Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 48
firðingum vegna hins nýja menntaseturs og lagði áherzlu á, að allir ættu jafnan rétt til menntunar, þéttbýlismenn og strjálbýlis- fólk, og það væri skylda ríkisins að jafna aðstöðu þeirra svo að allir stæðu sem jafn- ast að vígi í lífsbaráttunni án tillits til bú- setu. Þá talaði Jón Heiðar Kristinsson, Ytra- Felli, formaður skólanefndar, veitti skóla- húsunum viðtöku og afhenti yfirráð þeirra skólastjóranum, Sigurði Aðalgeirssyni. Jón lýsti merki skólans, hrafnsfjöður, sem sr. Bolli Gústavsson í Laufási hafði teiknað, og kvað það í senn eiga að minna á nafn staðarins og tengslin við forna menningu þjóðarinnar, sem hefði átt fjöðurstafinn að beittustu vopni í menningar- og frelsisbar- áttu liðinna alda. Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri, lýsti húsakynnum skólans. Húsin eru tvö, heima- vistarhús og kennsluhús. í hinu fyrra, sem er 6670 rúmmetrar, 2 hæðir og kjallari, er anddyri, snyrtingar, setustofa, matsalur, eldhús, þvottahús, geymslur og íbúðir nem- enda, kennara og starfsfólks. I kennsluhús- inu, sem er 2335 rúmmetrar á einni hæð, eru 5 almennar kennslustofur, tilraunastofa í eðlis- og efnafræði, kennarastofa, vinnu- stofa kennara, tækjageymsla og skrifstofa skólastjóra. í vetur eru í skólanum 90 nem- endur, og er drepið í hverja smugu. 6 fasta- kennarar og 2 stundakennarar starfa við skólann, 4 stúlkur í mötuneyti og 2 við ræstingu. Skólastjóri kvað nú skorta tilfinn- anlega meira heimavistarhúsnæði, kennara- bústaði og íþróttamannvirki, en þau eru engin nú. Nauðsynlegt væri að bæta úr þessu fyrir næsta skólaár. Þegar hér var komið sögu, var öllum viðstöddum boðið að skoða húsakynnin, en síðan var setzt að veizluborði í félagsheim- ilinu Laugarborg. Þar flutti ræðu Sveinn Jónsson á Kálfskinni, byggingameistari skólahúsanna og formaður fræðsluráðs Eyjafjarðarsýslu, þakkaði öllum, sem lagt hefðu hönd að verki með ráðum og dáð, og Heimavistarskólinn að Hrafnagili. Byggingarmeistari þessa nýbyggða skóla var Sveinn Jónsson, form. UMSE. 40 — HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.