Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 9
LÆKNANEMINN 9 hvað þá svæfandi verkun er óþörf eða óæskileg. Skammtar eru allt frá 6—12 og allt upp í 48 mg á dag (og í undantekningartilfellum jafnvel enn hærra). Við stærri skammtana er næstum óhjákvæmi- legt að gefa Benzhexolchlorid með, 4—6 mg á dag, vegna aukaverk- ana lyfsins, sem eru sameiginleg í þessum lyfjaflokki, en það eru extrapyramidal einkenni. Af öðr- um efnum í þessum flokki, sem tal- in eru sterkari, má nefna Trifluo- perazin eða Stelazin (trifluometyl: CF:j í R-2), sem var mjög lofað bæði í amerískum og enskum bók- menntum, en hefur að því er ég bezt veit ekki náð sömu viðurkenn- ingu á Norðurlöndunum. Þykir það hafa lítið fram yfir Trilafon, ef það er þá nokkuð. Flufenazin eða Pacinol er talið eitt kröftugasta antipsykotikum, sem völ er á, en miklar extrapyramidal aukaverk- anir fylgja. Hins vegar er það mjög nothæft sem hreint anxio- lyticum, og er þar ekki að óttast neina ávanahættu, eins og því mið- ur með ýms önnur og sennilega mun meira notuð lyf. Þetta lyf hefur þann kost, að það er lang- verkandi, svo að 2 skammtar duga yfir sólarhringinn og 1 mg er nægi- legt í skammt í hvert sinn. Síðast má nefna Thioproperazin eðaMaje- ptil, þar sem dimetylsulfamoylhóp (—S02N(CH3)2) er hnýtt við R-2. Það mætti kalla „die dicke Bertha-1 meðal fentiazinanna og nota þann- ig sama gælunafnið og Þjóðverjar notuðu í fyrra stríði um fallbyss- una, sem þeir skutu úr á París. Víst er um það, að Thioproperazin er ógurleg fallbyssa. Vafalaust er það mjög kröftugt antipsykotik- um, en því fylgja svo feiknarleg extrapyramidal einkenni, að mjög vandfarið er með það, nema þá fyrir þá kjarkmenn, sem telja, að extrapyramidal einkenni séu „conditio sine qua non“ við notkun fentiazin-lyfja yfirleitt. Er næst- um ekki ástæða til að fara fleiri orðum um það lyf, því að notkun þess mun vera algjörlega bundin við sjúkrahús, þar sem hægt er að kynna sér verkanir þess og ekki síður aukaverkanir og allar notk- unarreglur, áður en lagt er út í að gefa það. Aðeins eitt lyf annað slagar upp í þetta að aukaverkunum, Halo- peridol. Það er eitt af fjarskyldari efnum fentiazinunum, butyre- phenon tengt hliðarkeðju með piperidinhring og ennfremur tveim halogenum, bæði klór- og fluor- atómi. Sökum aukaverkana er það ekki vel fallið til langtímameðferð- ar, en í bráðri þörf getur verið gott að grípa til þess við mjög miklum psykomotoriskum óróa, og er talið, að í erfiðri maniu sé fátt, sem reynist betur. Margir eru þeir hins vegar, sem veigra sér við notkun þess vegna aukaverkana, sem ætti þó að vera hægt að draga stórlega úr með viðeigandi lyfjagjöf. Enn skal nefnt eitt lyf, Chlor- prothixen, sem skyldara er fentia- zinum en hið síðasttalda. Það er að efni til thiaxanthen og selt und- ir nöfnunum Taractan (Hoffmann La Roche) eðaTruxal (Lundbeck). Líkist það fentiazinunum mjög að byggingu, en þar sem R-1 er tengt við kjarnann, er í honum kolefnis- atóm í stað köfnunarefnis, tví- bundið við fyrsta kolefnisatómið í hliðarkeðjunni. Þetta efni er að eðli psykosedativum, þar sem ró- andi eiginleikinn er mjög áberandi, og í stærri skömmtum verkar það sem hypnotikum (sedativum 5—15 mg X3, hypnotikum 30—50 mg). Það er talinn mikill kostur, að extrapyramidal einkenni eru lítil, jafnvel í talsverðum skömmtum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.