Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 29
LÆKNA NE MINN 29 myndu stúdentarnir hafa meira gagn af kennslunni. Loks mætti hugsa sér að láta stúdentana taka þátt í skipulögðum modeltilraun- um á dýrum til útskýringar á gangi ýmissa sjúklegra breytinga í vefjunum, en allt þetta krefst bættrar vinnuaðstöðu, aukinna tækja og aðstoðarfólks. Eitt atriði, sem ekki má gleyma í sambandi við kennsluna, er val kennslubóka. Þau meginsjónarmið, sem ég tel, að hafa þurfi í huga við val kennslubókar, eru: Að textinn sé skýr og læsilegur, að fjallað sé um helztu aðalatriði og að bókin sé hæfilega löng. Stefna ætti að því að komast yfir náms- efnið á tilskildum tíma. Þeim, sem meira vildu lesa, mætti benda á stærri og ítarlegri bækur eða tíma- rit. Hið síðasttalda tel ég mjög mikilsvert, og ætti að gera meira af því að kenna stúdentum að nota tímarit og leiðbeina þeim um val merkra tímaritagreina til lestrar. Þar er nokkur vandi á höndum, þar sem ekki er enn til neitt sam- stætt læknisfræðilegt bókasafn, sem því nafni verði nefnt. Það má vera, að bók sú, sem nú um skeið hefur verið lögð til grund- vallar meinafræðakennslunni, sé í það lengsta, en kostir hennar eru skýr texti, góðar myndir og allnákvæm útlistun á sambandi sjúklegra breytinga og kliniskra einkenna. Sjálfsagt er að hafa í huga, hvort ekki sé til bóta að skipta enn um kennslubók og taka upp styttri bók, sem þó hefði til að bera aðalkosti þeirrar, sem nú er kennd. Kæmi þar til dæmis til álita að snúa sér aftur að kennslu- bók Muirs, sem nýlega er út kom- in í nýrri útgáfu undir stjórn prófessors D. F. Cappels. Að framan hafa verið tekin til meðferðar örfá atriði í sambandi við læknakennslu og læknanám hér á landi, og væri ekki ófyrir- synju að drepa aðeins á próf og mismunandi form þeirra að lok- um. Ég tel, að það form á prófum í meinafræði og sýklafræði, sem fram að þessu hefur tíðkazt, sé meingallað einstakt út af fyrir sig. Séu munnleg próf ekki lögð niður með öllu í þessari grein, tel ég nauðsynlegt, að þau séu aukin með skriflegum prófum í einhverri mynd, sem gefi almennari og víð- tækari upplýsingar um kunnáttu stúdentanna en unnt er að fá fram með munnlegu prófi í þröngu. takmörkuðu efni, eins og oft vill verða við núverandi fyrirkomu- lag. Að lokum vildi ég segja, að að- alatriði, sem hafa þurfi í huga í sambandi við kennslu læknanema. séu að kenna vinnuaðferðir o^ vissa afstöðu til verkefnanna. Þá ber að hafa beitingu hinnar vís- indalegu vinnuaðferðar efst í huga. Utanbókar þululærdómur á ótelj- andi staðreyndum, sem menn oft og tíðum skilja ekki samhengið á milli, er síður æskilegur. Þó verð- ur að krefjast, að nemendur hafi að námi loknu á reiðum höndum heildarmynd grundvallaratriða, sem síðar megi bæta við og byggja á, því að í raun og veru á læknis- náminu aldrei að Ijúka, meðan læknir starfar að fyrirby"gingu, greiningu eða meðferð sjúkdóma. Ritstjórn Læknanemans á sér- stakar þakkir skilið fyrir að hafa gengizt fyrir skrifum og umræð- um um þessi mál, og sýnir hinn mikli og virðingarverði áhugi læknanema, að mikils má af beim vænta í störfum að heilbrigðís- málum þjóðarinnar, er fram liða stundir. Skrifað x júní 1965
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.