Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 13

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 13
LÆKNANEMINN 13 cerebri. Ástandið getur valdið heilaskemmdum vegna þrýstings. Sést það við electrotrauma, commotio cerebri, insolatio o.fl. C. Meðfæddir vanskapnaðir æða. Helztir eru aneurysma, arteriovenous fistula og angioma. Þessir æðagallar geta orðið or- sakir intracranial blæðinga eða valdið heilaskemmdum með því að þrýsta á heila. Þær sjúkdómsmyndir, sem hér verða ræddar, eru: I. Atherosclerosis cerebri II. Thrombosis cerebri III. Embolia cerebri IV. Hæmorrhagia cerebri V. Hæmorrhagia subarachnoi- dalis. I. Atherosclerosis cerebri. Svo kallast sú kliniska mynd, sem hlýzt af víðtækum súrefnis- skorti heilavefja. Staðbundin (fo- cal) einkenni eru stundum engin eða lítil, en skýr mörk er ekki hægt að draga milli staðbundinn- ar og víðtækrar (diffus) ischæmia cerebri. Orsakir. Ástandið er venjulega einn þáttur almennrar atheroscler- osis, þó að fyrir geti komið scler- osis í heilaæðum án þess, að scler- osis sé í öðrum slagæðakerfum. Þær orsakir, sem til greina koma, eru hinar sömu og við athero- sclerosis yfirleitt. Meðfædd gerð einstaklingsins virðist ráða miklu um, hvenær atheroma-myndun byrjar og á hvaða æðasvæði hún leggst helzt. Sjúkdómurinn finnst aðallega hjá fólki, sem komið er yfir miðjan aldur, og hjá gömlu fólki, og virðist hann leggjast jafnt á bæði kynin. Hins vegar getur fólk með útbreidda athero- sclerosis í heilaæðum náð hárri elli án þess að fá nokkurn tíma ein- kenni, andleg né líkamleg. Kliniskur gangur og einkenni. Venjulega fer sjúkdómurinn sér hægt í byrjun, og koma einkenni smám saman fram á nokkurra ára tímabili. Andleg einkenni eru stundum mest áberandi, en líkam- leg einkenni lítil eða engin, eða öfugt. Stundum er hvort tveggja fyrir hendi. Fer þetta eftir því, hvaða heilasvæði líða mest. Skyndileg æðalokun eða blæðing bindur svo oft enda á gang sjúk- dómsins eftir misjafnlega langan tíma. Hjá sjúklingi, þar sem andleg einkenni eru yfirgnæfandi, er gangur sjúkdómsins yfirleitt þessi: I byrjun fer að bera á hrörnun andlegrar hæfni. Minni verður lé- legra, einkum hvað snertir ný- orðna atburði, athygli og áhugi dofna, dómgreind verður óörugg- ari og hugsanagangur tregari. Persónuleikabreytingar eins og egocentriskur hugsanagangur og ofsóknarhugmyndir, misjafnlega áberandi, eru algengar. Jafnvægis- leysi tilfinninga er líka mjög ein- kennandi. Þegar lengra líður, fer siúkl- ingur gjarnan að fá höfuðverkia- köst, suð fyrir eyru, svima eða yfirlið. Koma þessi einkenni giam- an í köstum, en liggja niðri á milli. Ruglköst eru líka algeng. einkum við umhverfisbrevtingar og líkamleg veikindi. Svefnlevsi er stundum mjög áberandi. Stundum koma fram einkenni eins og lam- anir, aphasia, agnosia eða anmxia svo og parkinsons-einkenni. Floga- köst koma fyrir. Lokastig hinnar andlegu hrörnunar er svo dementia senilis, þar sem sjúklingur er rugl- aður í tíma og rúmi, lifir í löngu liðnum tíma, þekkir ekki sína nán-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.