Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 6
6
LÆKNANEMINN
runalega var sú kenning eða til-
gáta, að epilepsia og schizophrenia
væru einhvers konar andstæður,
og átti svo að leitast við að útrýma
hinu meira böli með hinu minna
(von Medxma ’35). Sömuleiðis má
með sama fyrirvara nefna notkun
Insulins við schizophreni. Uppruna-
lega var það notað sem róandi og
lystaukandi lyf, bæði í lækninga-
tilraunum við delerium tremens
(H. Steck ’32) og við aðrar psyc-
hoses acutae (H. Steck ’33). Rák-
ust menn í sambandi við lækninga-
tilraunir við schizophreni á nýti-
legar verkanir að talið var af
hypoglycemi (coma og/eða con-
vulsiones) fyrir tilviljun eða
klaufaskap, ófullkomna tækni
(Sakel ’33). Var á sínum tíma tal-
ið, að Insulincoma-meðferðin væri
sérvirk (specifik) við schizophreni,
en ekki aðeins til þess að ráðast
á einkenni hennar. Mjög eru menn
farnir að dofna í þeirri trú, þó að
það fagnaðarerindi þætti mikið í
fyrstu.
Nýtt blað var hins vegar brotið
í sögu lyfjameðferðar í geðsjúk-
dómafræði árið 1952, þegar skýrt
var á læknaþingi í Luxembourg
frá verkunum af nýju lyfi, sem
reynt var í Frakklandi (Delay &
Deniker): Largactil. Um svipað
leyti var sögð áþekk saga af efni
unnu úr Rauwolfia serpentina.
Voru það svissneskir vísindamenn,
sem hreinunnu Serpasil úr rótinni
og sýndu fram á verkan þess á
psykotisk einkenni. Því líkast var,
að við þetta hvort tveggja risi ný
alda áhuga og vonar um, að finna
mætti nýjar leiðir, mildari og síð-
ur hættulegar, til lækninga í þess-
um efnum. Hefur síðan hvert lyfið
á fætur öðru verið lagt fram. Kom-
ið hefur hins vegar í ljós, að eðli
langflestra þessara lyfja hefur
reynzt svipað, svo að skipta má
þeim í fáeina flokka, sem eru meira
og minna frábrugðnir sín á milli
að verkan og innri gerð efnanna.
Skulu nú nefndir þeir helztu, aðal-
einkenni þeirra, kostir og lestir.
Skulu þá fyrst nefnd fentiazin.
Fyrsta lyfið í þessum flokki er
Largactil, sem hefur haldið velli
fram á þennan dag. Þrátt fyrir all-
an þann fjölda meira og minna
skyldra lyfja, hefur ekkert komið
fram, sem örugglega bæri af Larg-
actili, þegar bornar eru saman
lækningaverkanir annars vegar og
aukaverkanir og eituráhrif hins
vegar. Efnafræðilegur munur þess-
ara lyfja er mismunandi hliðar-
keðjur við fentiazin-kjarnann
í sætunum, sem táknuð eru með
R-1 og R-2. í fyrra sætinu hefur
hingað til aðallega verið notað:
1) alifatisk hliðarkeðja, 2)
keðja með piperidin-hring, 3) keðja
með piperazin-hring. I R-2 hafa
hins vegar verið tengd ýmis ein-
faldari sambönd eða einstök atóm,
ýmist metoxy-, acetyl- eða thio-
metyl-hópar, klóratóm, trifluo-
metyl- eða dimetylsulfamoyl-hópar
(taUð upp í röð vaxandi styrkleika,
en aukaverkanir látnar liggja á
milli hluta).
Að telja upp hvað eina af þess-
um efnum og gera grein fyrir þeim
hefði litla þýðingu í yfirliti eins
og þessu, en leitazt skal við að
nefna þau helztu, sem náð hafa
verulegri fótfestu og viðurkenn-
ingu og gera þá grein fyrir þeim.
Af þeim efnum, sem hafa alifat-