Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 34
LÆKNANEMINN
Tómas Helgason, prófessoB1
— Við vorum að heyra, að taka
ætti upp nýtt námskeið í geðlækn-
isfræði í vetur.
— Já, ætlunin er að hafa nám-
skeið fyrir miðhlutastúdenta, þar
sem farið yrði yfir almenna geð-
sjúkdómafræði, umgengni við
sjúklinga, geðlæknisvitjun, töku
sjúkraskrár og þess háttar.
— Er þá ætlunin að kenna eftir
einhverri sérstakri bók?
— Ekki fyrst í stað að minnsta
kosti. Ég hef hugsað mér þetta
fremur í samtals- og fyrirlestra-
formi, þar sem rætt yrði um,
hvernig umgangast eigi sjúklinga
og bregðast við undir ýmsum
kringumstæðum, og sem sýni-
kennslu, þar sem talað yrði við
sjúklingana að stúdentunum
áheyrandi. Þessu námskeiði ætti
eiginlega að vera lokið, áður en
stúdentarnir hefja verknám á
Kleppi, sem ætti þá að notast
þeim betur en áður.
— Fyrirlestrarnir í byrjun síð-
asta hluta haldast þá áfram?
— Já, þetta er viðbót, m.a. ætl-
uð til að geta nýtt þann tima bet-
ur, en þar hef ég hingað til þurft
að nota fyrstu 5—10 tímana til að
tala um almenna geðlæknis- og
geðsjúkdómafræði. Þær umræður
mun ég flytja fram í þetta nýja
námskeið og hafa hitt eingöngu
fyrir sérhæfari geðlæknisfræði, en
þar verður þá meiri tími til að
tala um neurosur og meðferð
þeirra, geðvillur og vanvitahátt,
sem hafa orðið meira eða minna
út undan vegna tímaskorts. Þetta
hefur einkum verið bagalegt með
neurosurnar, þar sem mikill hluti
almennrar læknisvinnu er einmitt
fólginn í greiningu og meðferð
þeirra.
Annars mun þetta nýja nám-
skeið líka snerta það efni að
nokkru leyti, þ.e.a.s. samtalsform-
ið, hvernig taka á sjúkrasögu, um-
gangast sjúklinga og haga orðum
sínum við þá, raunar ekki ein-
göngu geðsjúklinga, heldur sjúkl-
inga almennt. Hvergi er þó nær-
færni og háttvísi í umgengni þýð-
ingarmeiri en við rannsókn og
meðferð geðsjúklinga.
Þetta nýja námskeið ætla ég
fyrir þá stúdenta, sem eru á fyrsta
misseri miðhluta, en raunar hefðu
þeir þurft að fá það í síðasta iagi
strax að loknu prófi úr fyrsta
hluta, áður en þeir hefja verknám
um sumarið, og um leið almennt
námskeið í skoðun sjúkra og töku
sjúkrasögu. Stúdentar koma sum-
ir á Klepp beint úr prófi, og það
er oft undir hælinn lagt, hvort
læknarnir muna eftir að kenna
þeim almenna skoðun, ef þeir hafa
ekki næga einurð í sér til að biðja
um leiðsögn. Ég hef raunar alltaf
brýnt það fyrir stúdentum, að beri
þeir sig ekki eftir björginni, fáist
ekki neitt. Við, sem eigum að
heita kennarar, þreytumst á að
mata stúdentana alltaf með skeið,
ef við erum ekki vissir um lystina,
en erum hins vegar skyldugir að
svara því, sem spurt er um, enda
er það miklu skemmtilegra
kennsluform. Það er líka alveg
sama, hve vitlaust er spurt, því
að stúdentar eru ekki fæddir með
þessa vizku fremur en við, sem
höfum þrælað við að afla okkur
hennar í tuttugu ár. Menn eru
ótrúlega hræddir við að koma upp
um, að þeir viti ekki allt, ég veit
varla hvers vegna, kannski vegna
þess að við teljum okkur gáfuð-
ustu þjóð í heimi! En þetta er