Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 beint á hin djúpu centra. Psyko- sedativ verkanir Reserpins eru talsvert kröftugar, en hins vegar naumast eins ábyggilegar eða sam- ar við sig eins og verkanir Chlor- promazins. Aukaverkanir eru að ýmsu leyti af svipuðu tagi, en meiri, ef nokkuð er. Einn megin- ókostur Reserpins er, hve lengi verkun þess er bæði að koma fram og að fjara út aftur. Það er sem sagt miklu þyngra í vöfum en fentiazin. Afleiðingin er sú, að það hefur verið minna og minna not- að sem geðlyf. Lengi vel var Reserpin notað mjög í meðferð háþrýstings og hafði þar marga góða kosti, m.a. þann, að um leið og það lækkaði blóðþrýsting, bæði systoliskan og ekki síður diastoliskan, verkaði það róandi á sjúklinginn, sem oft og einatt var ekki vanþörf á. Einn meginókostur hefur stórlega rýrt gildi þess, en það er hættan á því, að fram komi þunglyndisviðbrögð hjá sjúklingi, meira og minna; hjá jafnvel upp undir 10% sjúkl- inga. Byrja þessi einkenni oft u.þ. b. mánuði eftir að meðferðin byrj- ar, en geta komið fram jafnvel eftir heilt ár. Getur þetta þung- lyndi verið allalvarlegs eðlis og með sjálfsmorðshættu. Oft er nóg að hætta þessari lyfjagjöf, og hverfur þá þunglyndið af sjálfu sér, en annars verður að grípa til antidepressiv meðferðar. Þá er hins vegar að gæta hinnar löngu verkunar Reserpinsins og hugsan- legrar áhættu, sem getur verið því samfara að nota antidepressiv meðferð, áður en Reserpin-verkun- in er að fullu liðin hjá. Náskylt Reserpininu er Rescinnamin. Skal það rétt nefnt hér í þessu sam- bandi, þó að psykosedativ verkun þess sé mjög lítil, en hins vegar allgóð verkun á háþrýsting, vegna þess að hætta á þunglyndisvið- brögðum virðist mjög lítil í sam- bandi við notkun þess. Lyf, sem hefur sömu physiolog- iskar og pharmakologiskar verk- anir og Reserpin, er Tetrabenazin eða Nitoman. Það er ekki nærri eins þungt í vöfum og Reserpinið, en hefur fátt til að bera, sem skipi því sess framar, enda varla jafn- fætis fentiazinum. Lyf þau, sem nefnd hafa verið hér að framan, hafa valdið mikilli breytingu í meðferð geðsjúkdóm- anna og breytt mjög svip geð- sjúkrahúsa, bæði með því að gera sjúklingana rólegri og meðfæri- legri, en einnig með því að ýta undir (að ekki sé sagt: skapa) miklu jákvæðari afstöðu lækna og hjúkrunarfólks til þeirra, sem áð- ur hefðu verið taldir ólæknandi, en nú er hægt að halda utan sjúkrahúsa langtímum saman við fullkomlega viðunandi heilsu. Heimildir: Kalinowsky & Hoch: Somatic Treatment in Psychiatry. Sargant & Slater: An Introduction to Physical Methöds of Treatment in Psychiatry. M. Schou: Psykofarmakologisk oversigt. (Nord. Psyk. Tidsskrift, 1961, XV, bls. 325). M. Schou: Therapeutic and Toxic Pro- perties of Lithium. (Acta psych. et neurol. Scand. suppl. 136, Vol. 34, 1959). Læknirinn (við nýja sjúkling- inn) : „Hafið þér leitað til einhvers annars, áður en þér komuð til mín?“ „Já, til lyfsalans heima.“ ,,Nú, hvað ráðlagði hann yður, bjálfinn sá arna?“ ,,Að fara tií yðar, læknir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.