Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 56
56
LÆKNANEMINN
Við Surtshelli. — Leiðsög'umaðuriim að snæðingi.
liðinu. Kenndu menn þar Helju og
kunnu nú vel að meta hlýja sumar-
rigninguna, er út kom.
Var nú ekið sem ákaflegast suður á
bóginn frá ófögnuði þessum, og tók ann-
ar Finninn sótt þá, er nausea itineris
eða vehicularis nefnist. Vildi hann eigi
þýðast pillugums né góð ráð og var því
lagður um bíl þveran. Staldrað var við
Barnafoss, en síðan brennt í Reykholt,
eins og Snorri mundi hafa orðað það,
þar sem tilvonandi boðberar mannkær-
leikans kýldu vömbina, meðan með-
bróðir þeirra kúgaðist í bílnum.
Loks var ekið að Deildartunguhver,
og brá Magnús sér upp á hól þann, er
hverinn vellur úr. Lukust þá um hann
gufur svo miklar, að varla sá á kollinn,
og vitraðist honum þar urt sú, er
dvergskoilakambur nefnist og hvergi
vex annars staðar á byggðu bóli. Bigi
hresstist þó Finninn við þessi undur,
enda galdrar meiri með þeirri þjóð.
Mátti þá leita læknis á Kleppjárnsreykj-
um, og heyrðist síðan ekki æmta í
sjúklingnum fyrr en í Reykjavík.
Þangað náðu menn skömmu eftir mið-
nætti, ósárir að kalla, en ákaflega
hásir. B. F. S.