Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 41
LÆKNANEMINN U Haukur Jóciasson, lækniií' Ritstjórn Læknanemans fór þess á leit við mig, að ég skrifaði stutta grein í þeirra ágæta blað um námstilhögun í læknisfræði í Bandaríkjunum, þar sem ég þekki til, og minntist jafnframt lauslega á sjúkrahúsakerfi þeirra og lækn- isþjónustu á sjúkrahúsum, sem er hvort tveggja mjög frábrugðið því sem við höfum hér á landi. Einnig mun ég drepa á fáeina punkta al- mennt, sem gætu ef til vill stuðl- að að betri kennsluskipulagningu á sjúkrahúsum okkar. Bandaríkin eru það stórt land, að gjörsamlega útilokað er að bera saman læknismenntun þar og hér heima. Læknaskólarnir þar skipta hundruðum og eru misjafnir að gæðum, eins og við er að búast. Sama gegnir með læknisþjónustu almennt, þ. e. a. s. þeir hafa senni- lega það bezta, en líklega jafn- framt lélegan ,,standard“ miðað við okkar litla þjóðfélag, sem að- eins hefur einn læknaskóla. Allflestir háskólar vestra hafa sérstakan læknaskóla, sem er að- skilinn frá heildinni, og í nánum tengslum við háskólasjúkrahúsin. Þeirra kerfi er gerólíkt okkar að því levti, að hinn raunverulegi læknaskóli kennir aðeins patho- logi og hin klinisku fög. Pharma- cologi, að minnsta kosti þar sem ég þekki til, er innlimuð í medicin, og „basic science" svo sem anato- mia, physiologia, biologia, biokemi etc., eru aðskilin og próf tekin í þessum greinum, áður en lækna- neminn fær inngöngu í hinn raun- verulega læknaskóla, sem tekur 4 ár að ljúka. Læknanemar, þar sem ég þekki til vestra, eyða mun lengri tíma á sjúkrahúsunum en við, og því eru kandidatar þar yfir- leitt betur að sér í hinu „prakt- iska“ en við, — að minnsta kosti í byrjun. Kennsla fer yfirleitt fram í fyrirlestrum í stað yfir- heyrslu. Á deildunum er stúdent- um skipt á milli ,,residenta“ af mismunandi gráðu, þar sem hin kliniska kennsla fer fram. Á hverj- um degi eru fundir haldnir, og geta stúdentar valið úr — allt eftir áhuga. Áður en lengra er haldið, verður að gera sér grein fyrir þeim reginmun, sem er á spítala- kerfinu — og þá jafnframt kennslu í Bandaríkjunum og hér. Ameríku- menn hafa fyrir löngu gert sér það ljóst, að hið germanska kónga- kerfi er löngu orðið úrelt og ýtir aðeins undir einstaklingshyggju og konservatisma, sem stendur kennslu fyrir þrifum. í allflestum betri sjúkrahúsum vestra eru fastráðnir læknar, sem sjá aðeins um hluta hinnar klin- isku kennslu, en eyða miklum tíma í „research“ og „administra- læknadeildarhúsið rísi af grunni. Hins vegar er augljóst, að talsvert yrði að fjölga kennurum, einkum dósentum, lektorum og aðstoðar- kennurum. Það gefur auga leið, að ofanrit- aðar ábendingar eru ekki einhlít- ar, og seint er hægt að gera svo öllum líki. Of langt mál yrði að gera nákvæma grein fvrir hverj- um lið þeirra, en verði þær taldar nýtilegar eða umta'.sverðar, er ég reiðubúinn til að rökræða þær og útskýra í einstökum atriðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.