Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 51
LÆKNANEMINN
51
Maríuóður
Húnvetnings
(Lag: María, María).
Eitt sinn fæddist svo ósköp lítil
María, María,
með niðdimm augu og' nebbatrítil,
María, María.
Hún andaði þegar ótt og títt,
einnig hún grenjaði milt og þýtt.
Maria, María, María, María, María,
María!
Utan við skjáinn angaði vorið,
María, María.
Eitt af lömbunum enn var borið,
María, María.
Um alla sveitina ýkjulaus
ánægja var af þeim litla haus.
María, María, o.s.frv.
Fljótlega óx hún að vizku og viti,
María, Maria.
Varð nú piltanna vonabiti,
María, María.
Yfir þá sveitina eldur brauzt,
er aldáða stúlkan fór brottu eitt haust.
María, María, o.s.frv.
Næsta skrefið var nærkonuskólinn,
Maria, María.
Fannst víst mörgum þá fölna sólin,
María, Maria.
Streymdu inn konur á steypinum,
sem stúlkan fór um með höndunum.
María, María, o.s.frv.
Utvíkkunin var ekki fengin,
María, Maria,
er tróð hún sér inn til að toga í
drenginn,
María, María.
Hún kippti og rykkti og reyndi að ná
í rassinn á kauða, sem fremstur lá.
María, María, o.s.frv.
Krakkinn fæddist í fögrum boga,
María, María.
Og augun stúdenta ákaft loga,
María, María.
Óska þeir sér með ástarsvip
að eignast einn slíkan ljósugrip.
María, María, o.s.frv.
Framtíðin ein nú fær að vita,
María, Maria,
hvort farirðu áfram með fjöri og hita,
María, María,
hvort piltarnir áfram eftir þér
augunum renni á göngum hér.
María, María, María, María, María,
María.
Páll frá Breiðabliki.
LEIÐRÉTTiiMGAil
Okkur hefur heldur betur orðið
á í messunni við prófarkalestur
viðtals við prófessor Steingrím
Baldursson í síðasta blaði, og biðj-
um við hann velvirðingar á mis-
tökunum.
I fyrsta lagi hafa fallið niður
þrjár línur úr síðustu grein á bls.
22, öðrum dálki, en rétt hljóðar
hún þannig:
„— Um langt árabil voru kennd-
ar við læknadeild Lærebog i
uorganisk kemi og Lærebog i
organisk kemi eftir Einar Biil-
mann. Bækur þessar komu út í
mörgum útgáfum og voru seinni
útgáfurnar endurskoðaðar af
Hakon Lund. Árið 1954 kom út
Lærebog i uorganisk kemi eftir
Hakon Lund, og var sú bók all-
miklu styttri en Lærebog i uorg-
anisk kemi eftir Biilmann. Jafn-
framt var hætt að gefa bók Biil-
manns út.“
I öðru lagi hefur dottið innan
úr málsgrein á bls. 23, öðrum