Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 18
18
LÆKNANEMINN
Meðferð. Ef sjúklingur er með-
vitundarlaus, beinist meðferðin
fyrst og fremst að því að halda
öndunarvegum vel opnum og
hreinum, koma í veg fyrir öndun-
arfæra-infectionir, afstýra því að
sjúklingur fái legusár, hirða um
blöðru- og þarmastarfsemi og sjá
honum fyrir mátulegu fæði og
vökva. Ef merki finnast um
hækkandi intracranial þrýsting,
skal meðhöndla hann á viðeigandi
hátt (hypertoniskar upplausnir
rectalt eða í æð). Koma skal í veg
fyrir, að líkamshiti hækki úr hófi
fram, með því að kæla sjúkling
eftir þörfum.
Rökrétta meðferðin á blæðingu
inn í heilavefinn er aðgerð, þar
sem numin er brott blóðstorka og
bundið fyrir hina blæðandi æð.
Sjaldan er þó mögulegt að beita
þessari meðferð hjá fólki, sem er
komið yfir miðjan aldur, og ekki
er hún ráðleg, ef neurologiskar
skemmdir eru þegar orðnar mikl-
ar.
Við embolia eerebri skal með-
höndla þann sjúkdóm, sem til
grundvallar liggur.
Við thrombosis cerebri þykir
anticoagulant meðferð vafasöm,
a.m.k. ef sjúklingur er með veru-
legan háþrýsting.
Physiotherapy skal hefja í öll-
um tilfellum, eins fljótt og ástand
sjúklings leyfir.
B. Purpura cerebri.
Purpura cerebri eða háræða-
blæðingar í heila koma fyrir, eins
og að ofan getur, við toxiskar
verkanir á háræðar heilans. Valda
þær drepi (necrosis) í háræða-
veggjunum, svo að blóð vætlar út
úr æðunum og skemmir heilavef-
inn umhverfis. Er talið, að í mörg-
um tilfellum sé um að ræða of-
næmissvörun (allergi) gegn að-
skotaefnum, t. d. purpura cerebri
af völdum salvarsans, sulfonamiða
og scarlatina.
Einkenni eru gjarnan bráð trufl-
un á meðvitund, oft samfara delir-
ium, krampar, truflanir á starfi
augnvöðva og truflanir á pyramid-
alkerfinu. Hvernig þessi einkenni
fléttast saman, fer eftir því, hvar
blæðingar í heila eru mestar.
Stundum koma líka fram purp-
ura-blæðingar í húð, og með augn-
speglun sjást oft blæðingar í augn-
botnum.
Mænuvökvi er stundum blóðug-
ur, en það þarf þó ekki að vera.
Horfur og meðferð. Allar tox-
iskar háræðablæðingar eru hættu-
legar mjög og enda oft í dauða.
Til meðferðar hafa verið reynd
antihistaminica og K-vítamín.
V. Hæmorrhagia subaraclmoidalis.
Orsakir. Algengustu orsakir
eru:
1. Aneurysma intracranialis,
sem rofnar. Það getur verið
tvenns konar:
a. Aneurysma congenitum, sem
ýmist er til staðar þegar við fæð-
ingu eða myndast síðar á ævinni
vegna meðfædds galla í æðaveggj-
unum (venjulega þar sem æð
greinist). Slíkt aneurysma getur
verið aðeins eitt, eða mörg eru
í sama einstaklingi. Tíðust eru þau
á a. carotis interna, a. cerebri
media og a. communicans anterior.
Aneurysma getur sprungið þegar
á barnsaldri, en í ca. 50% tilfella
koma einkenni fyrst fram á 40—
55 ára aldri. Aneurysma congeni-
tum er algengara meðal kvenna
en karla.
b. Aneurysma mycoticum er
sjaldgæft nú orðið.