Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 26

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 26
26 LÆKNANEMINN ir í deildina. Fyrirmyndir að slík- um námskeiðum til viðmiðunar mætti fá frá hinum Norðurlönd- unum. Starfsfræðsla um læknanámið og læknisstarfið er mjög mikilsverð, og væri æskilegt, að samstarf gæti tekizt milli læknadeildarinnar og læknasamtakanna um skipulag og framkvæmd slíkrar starfsfræðslu í samvinnu við þá aðila, sem starfsfræðslu annast almennt í landinu. Það mun flestum ljóst, að ekki verða gerðar róttækar breytingar til úrbóta á kennsluháttum og fyr- irkomulagi í læknadeild fyrr en bætt verður úr hinni brýnu hús- næðisþörf deildarinnar. Hér er um slíkt stórmál að ræða, að því verða ekki gerð nein viðhlítandi skil á þessum vettvangi. Byggingar- nefnd Læknadeildar hefur verið til um árabil, en hver árangur hef- ur orðið af starfi hennar, er mér ókunnugt. Bygging svokallaðs læknadeildarhúss var ofarlega, ef ekki efst á blaði í byggingaáætlun Háskólans í langan tíma. Ekki bólar þó enn á neinum fram- kvæmdum. Sá tvfekinnungur, sem ríkt hefur í byggingamálum Læknadeildarinnar hefur e. t. v. verið til nokkurs trafala. Sam- ræmd heildaráætlun hefur engin legið fyrir, og stundum hefur gætt þess misskilnings hjá aðilum, er ekki voru málunum kunnugir, að Læknadeildin væri aðeins sú starf- semi, sem nú fer fram innan veggja Háskólans (sbr. Lækna- deildarhús). Háskólaspítalinn, þ. e. a. s. Landspítalinn hlýtur að verða miðdepill Læknadeildarinn- ar. Það væri því eðlilegast, að sem mestu af starfsemi hennar væri búið starfssvið í sem nánustum tengslum við Landspítalann. Mun þetta og vera einróma álit pró- fessora deildarinnar. Bygginga- nefnd Landspítalans hefur nýlega verið endurskipuð, og á nú sæti í nefndinni fulltrúi frá Læknadeild- inni, formlega kosinn af deildinni sjálfri. Væri óskandi, að nefndinni tækist innan tíðar að ganga frá samræmdri byggingaráætlun fyrir Læknadeild í heild. Mér sýnist það augljóst mál, að í þeim áætlunum verði gert ráð fyrir byggingu yfir höfuðsafn læknisfræðilegra bóka og tímarita. Vöntun á slíku lækna- bókasafni hér stendur allri læknis- mennt mjög fyrir þrifum, að ekki sé talað um þróun vísindalegra rannsókna á sviði læknisfræði. Breytingar á kennslu og kennsluformi er verkefni, sem ekki er sérstaklega einskorðað við Læknadeild Háskóla íslands, held- ur er þetta eilífðarvandamál, sem allir eiga við að glíma. Þörfin fyrir breytingar og úrbætur er hins veg- ar ekki alls staðar jafn brýn, en hjá okkur má segja, að hún sé á mörgum sviðum aðkallandi. Mál- um þessum hefur víða verið mikill gaumur gefinn undanfarið, og má í því sambandi minna á eftirfar- andi heimildir: Lákarutbildningen i Norden: Skýrsla um ráðstefnu læknaskólakennara á Norðurlönd- um, sem haldin var í Helsingfors 3.—5. febrúar 1964. Skýrsla og tillögur nefndar, sem skipuð var til að rannsaka læknanám í Dan- mörku og gera tillögur um breyt- ingar, ef æskilegt þætti. Skýrsla þessi birtist í Ugeskrift for læger snemma á þessu ári. Skýrsla World Health Organisation um ráðstefnu, sem haldin var í Edin- borg á árinu 1963. Einnig hefi ég undir höndum skýrslu Bernard Lennox, kennara í meinafræði við háskólann í Glasgow, en hann var útnefndur af The Association for the Study of Medical Education,

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.