Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 26
26 LÆKNANEMINN ir í deildina. Fyrirmyndir að slík- um námskeiðum til viðmiðunar mætti fá frá hinum Norðurlönd- unum. Starfsfræðsla um læknanámið og læknisstarfið er mjög mikilsverð, og væri æskilegt, að samstarf gæti tekizt milli læknadeildarinnar og læknasamtakanna um skipulag og framkvæmd slíkrar starfsfræðslu í samvinnu við þá aðila, sem starfsfræðslu annast almennt í landinu. Það mun flestum ljóst, að ekki verða gerðar róttækar breytingar til úrbóta á kennsluháttum og fyr- irkomulagi í læknadeild fyrr en bætt verður úr hinni brýnu hús- næðisþörf deildarinnar. Hér er um slíkt stórmál að ræða, að því verða ekki gerð nein viðhlítandi skil á þessum vettvangi. Byggingar- nefnd Læknadeildar hefur verið til um árabil, en hver árangur hef- ur orðið af starfi hennar, er mér ókunnugt. Bygging svokallaðs læknadeildarhúss var ofarlega, ef ekki efst á blaði í byggingaáætlun Háskólans í langan tíma. Ekki bólar þó enn á neinum fram- kvæmdum. Sá tvfekinnungur, sem ríkt hefur í byggingamálum Læknadeildarinnar hefur e. t. v. verið til nokkurs trafala. Sam- ræmd heildaráætlun hefur engin legið fyrir, og stundum hefur gætt þess misskilnings hjá aðilum, er ekki voru málunum kunnugir, að Læknadeildin væri aðeins sú starf- semi, sem nú fer fram innan veggja Háskólans (sbr. Lækna- deildarhús). Háskólaspítalinn, þ. e. a. s. Landspítalinn hlýtur að verða miðdepill Læknadeildarinn- ar. Það væri því eðlilegast, að sem mestu af starfsemi hennar væri búið starfssvið í sem nánustum tengslum við Landspítalann. Mun þetta og vera einróma álit pró- fessora deildarinnar. Bygginga- nefnd Landspítalans hefur nýlega verið endurskipuð, og á nú sæti í nefndinni fulltrúi frá Læknadeild- inni, formlega kosinn af deildinni sjálfri. Væri óskandi, að nefndinni tækist innan tíðar að ganga frá samræmdri byggingaráætlun fyrir Læknadeild í heild. Mér sýnist það augljóst mál, að í þeim áætlunum verði gert ráð fyrir byggingu yfir höfuðsafn læknisfræðilegra bóka og tímarita. Vöntun á slíku lækna- bókasafni hér stendur allri læknis- mennt mjög fyrir þrifum, að ekki sé talað um þróun vísindalegra rannsókna á sviði læknisfræði. Breytingar á kennslu og kennsluformi er verkefni, sem ekki er sérstaklega einskorðað við Læknadeild Háskóla íslands, held- ur er þetta eilífðarvandamál, sem allir eiga við að glíma. Þörfin fyrir breytingar og úrbætur er hins veg- ar ekki alls staðar jafn brýn, en hjá okkur má segja, að hún sé á mörgum sviðum aðkallandi. Mál- um þessum hefur víða verið mikill gaumur gefinn undanfarið, og má í því sambandi minna á eftirfar- andi heimildir: Lákarutbildningen i Norden: Skýrsla um ráðstefnu læknaskólakennara á Norðurlönd- um, sem haldin var í Helsingfors 3.—5. febrúar 1964. Skýrsla og tillögur nefndar, sem skipuð var til að rannsaka læknanám í Dan- mörku og gera tillögur um breyt- ingar, ef æskilegt þætti. Skýrsla þessi birtist í Ugeskrift for læger snemma á þessu ári. Skýrsla World Health Organisation um ráðstefnu, sem haldin var í Edin- borg á árinu 1963. Einnig hefi ég undir höndum skýrslu Bernard Lennox, kennara í meinafræði við háskólann í Glasgow, en hann var útnefndur af The Association for the Study of Medical Education,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.